Skírnir - 01.09.2012, Síða 123
SKÍRNIR
UPPREISN FJOLDANS
383
of óhefðbundnar, fullar af áhorfendum. Strendurnar fullar af strand-
gestum. Það sem áður var vandkvæðalaust fer að verða næstum
stöðugt vandamál: að finna pláss.
Það er allt og sumt. Er til einfaldari, alþekktari, öruggari stað-
reynd um lífið í samtímanum? Nú skulum við stinga gat á lítt merk-
ingarbært hryggjarstykkið á þessari athugun og það mun koma
okkur á óvart hvernig upp gýs óvæntur strókur, þar sem hreint og
tært dagsljósið, ljós þessa dags, nútíðarinnar, blasir við í öllu sínu
auðuga innra litrófi.
Hvað sjáum við sem kemur okkur svo á óvart? Við sjáum mann-
fjöldann sem slíkan tekinn eignarhaldi af stöðum og tækjum sem
siðmenningin hefur skapað. Við höfum varla leitt að því hugann
ögn betur þegar við förum að furða okkur á eigin undrun. Hvað
með það, er þetta ekki alveg kjörið? Leikhúsið selur aðgöngumiða
til þess að í því sé setið; þar af leiðir: til þess að salurinn sé fullur. Og
það sama á við um sætin í lestinni og herbergi hótelsins. Já, á þessu
leikur enginn vafi. En staðreyndin er sú að áður var ekki vaninn að
nein af þessum stofnunum og farartækjum væru full, en nú eru þau
yfirfull og fyrir utan erfiðar fólk til að verða sér úti um afnotunar-
rétt. Jafnvel þótt staðreyndin kunni að virðast rökrétt og eðlileg má
ekki gleyma að áður var hún ekki fyrir hendi en nú er hún það; þar
af leiðir að orðið hefur breyting, nýbreytni, sem réttlætir undrun
okkar, að minnsta kosti fyrsta veifið.
Að undrast, að furða sig á, er að byrja að skilja. Það er íþrótt og
sérstakur munaður menntamannsins. Því felst einkennissvipur þess
í að horfa á heiminn með augun uppglennt af undrun. Allt í heim-
inum er undarlegt og stórfenglegt ef sjáöldrin eru vel glennt. Þetta,
að verða agndofa, er unun sem knattspyrnuleikmanninum er synjað
um en leiðir aftur á móti menntamanninn um heiminn í látlausri sjá-
andavímu. Einkenni hennar eru undrunaraugun. Þess vegna var
Mínervu forðum gefin ugla, fuglinn með augun sífellt galopin af
undrun.
Ofhlæðið, gnóttin, var ekki algeng áður. Af hverju núna?
Hlutar þessara mergða spruttu ekki upp af engu. Um það bil
sami fjöldi af manneskjum var til fyrir fimmtán árum. Að loknu
stríði myndi virðast eðlilegt að þessi fjöldi væri minni. Hér rekumst