Skírnir - 01.09.2012, Qupperneq 124
384
JOSÉ ORTEGA Y GASSET
SKÍRNIR
við þó á fyrsta mikilvæga punktinn. Einstaklingarnir sem saman
mynda þennan fjölda voru til fyrir, en ekki sem fjöldi. Dreifðir um
veröldina í litlum hópum eða einir síns liðs lifðu þeir að því er
virðist ólíku lífi, aðskiljanlegu, fjarlægu. Hver og einn — einstak-
lingur eða smár hópur — hafði stað til umráða, kannski eigin stað,
í sveitinni, í þorpinu, bænum, í hverfi stórborgarinnar.
Nú skyndilega birtast þeir í samsöfnuðu formi og hvert sem litið
er blasir við mergð. Alls staðar? Nei, nei; einmitt á bestu stöðunum,
þessari hlið sköpunarinnar sem er til þess að gera fáguðust í sið-
menningu mannsins, stöðum sem áður voru fráteknir fyrir minni
hópa, fyrir minnihlutahópa, þegar öllu er á botninn hvolft.
Mergðin hefur skyndilega gert sig sýnilega, hún hefur komið sér
fyrir á uppáhaldsstöðum samfélagsins. Áður, ef hún var þá til, fór
hún óséð um, hélt sig aftast á sviði samfélagsins; nú er hún komin
fram í skin ljóskastaranna, hún er aðalpersónan. Það eru engin aðal-
hlutverk lengur, bara kór.
Hugtakið mergð er magnrænt og sjónrænt. Þýðum það, án þess
að breyta því, yfir á hugtakaforða félagsfræðinnar. Þar finnum við
fyrir hugmyndina um félagslegan fjölda. Samfélagið er alltaf eining
þar sem tveir kraftar togast á: Minnihlutar og fjöldi. Minnihlutarnir
eru einstaklingar eða hópar einstaklinga með sérstaka hæfileika.
Fjöldinn er samsafn einstaklinga án sérstakra hæfileika. Því skyldi
hvorki skilja fjölda einvörðungu né fyrst og fremst sem „verkalýður".
Fjöldinn er „meðalmennið". Þannig breytist það sem var einfaldlega
skilgreining á fjölda — mergðin — í greiningu á eiginleikum: Það er
hinn sameiginlegi þáttur, hin félagslega tregða, maðurinn að því marki
sem hann aðgreinir sig ekki frá öðrum mönnum heldur endurtekur í
sjálfum sér almenna manngerð. Hvert leiða þessi skipti úr fjölda yfir
í eiginleika? Það er mjög einfalt: Með því móti skiljum við tilurð fyr-
irbærisins. Það er augljóst og jafnvel hrein tugga að venjuleg tilurð
mergðar felur í sér samræmingu langana, hugmynda og lífsvenja
þeirra einstaklinga sem hana mynda. Segja má að þetta sé það sem
gerist í hverjum félagslegum hópi, hversu útvalinn sem hann vill vera.
Reyndar er þó á þessu einn grundvallarmunur.
Hjá þeim hópum sem skilgreina sig út frá því að vera ekki mergð
eða fjöldi felst raunveruleg samræming meðlimanna í einhverri þrá,