Skírnir - 01.09.2012, Page 126
386
JOSÉ ORTEGA Y GASSET
SKÍRNIR
og skyldum og þær sem gera engar sérstakar kröfur heldur líta svo
á að það að lifa sé að vera á hverju andartaki það sem þær eru fyrir,
án þess að leita fullkomnunar í sjálfum sér, baujur á stefnulausu reki.
Þetta minnir mig á að hefðbundinn búddismi er samsettur úr
tveimur ólíkum trúarbrögðum: öðrum strangari og erfiðari, hinum
slakari og léttvægari: Mahayana —„stóri vagn“ eða „stórabraut" og
Himayana — „litli vagn“ eða „minni vegur“. Það sem skiptir
sköpum er hvort við leggjum líf okkar í annan vagninn eða hinn,
hámark væntinga eða lágmark.
Skipting samfélagsins í fjölda og framúrskarandi minnihluta er
því ekki skipting í samfélagslög heldur í tegundir manna og hún
getur ekki farið saman við stigveldisskiptingu í æðri og óæðri stéttir.
Af sjálfu leiðir að í hinum æðri, þegar þeim auðnast að vera það og
þegar þær voru það í raun og sann, er trúverðugra að finna megi
menn sem taka „hinn stóra vagn“ meðan lægri stéttirnar eru venju-
lega samsettar af einstaklingum án gæða. En strangt til tekið eru í
hverri samfélagsstétt fjöldi og sannkallaður minnihluti. Eins og við
sjáum eru yfirburðir einkenni tímans, jafnvel í hópum sem áttu sér
valkvæma hefð, hefðir fjöldans og lýðsins. Þannig verður í mennta-
lífinu, sem í kjarna sínum krefst og gerir ráð fyrir hæfni, vart við
sigrandi framrás gervimenntamanna sem eru vanhæfir, óskilgrein-
anlegir og vanhæfðir vegna sjálfrar samsetningar sinnar. Það sama á
sér stað hjá eftirlifendum „aðalsins" hjá konum og körlum. Aftur á
móti er ekki óalgengt í dag að finna meðal verkamanna, sem áður
mátti flokka sem hreinustu dæmin um þetta sem við köllum
„fjölda“, framúrskarandi agaðar sálir.
Gott og vel: til eru í samfélaginu aðgerðir, starfsemi og athafna-
semi af ólíku tagi sem eru eðlis síns vegna sérstök og geta þar af
leiðandi ekki verið vel unnin án sérstakrar fyrirhafnar. Til dæmis
nautnir af listrænum toga eða virkni yfirvalda um pólitískt dómsvald
um opinber mál. Áður voru þessi hlutverk rækt af hæfum minni-
hlutum — að minnsta kosti hæfum að nafninu til. Fjöldinn reyndi
ekki að taka þátt í þeim: hann gerði sér ljóst að ef hann vildi leggja
eitthvað af mörkum yrði hann að leggja sig fram að sama skapi og
hætta að vera fjöldi. Hann þekkti sín takmörk í heilbrigðu sam-
félagi.