Skírnir - 01.09.2012, Side 130
390
JOSÉ ORTEGA Y GASSET
SKÍRNIR
ósambærilega við tröllaukið Herkúlesar-verkefni sannkallaðra
aristókrata. Ég hefði ekkert á móti því að tala um merkingu þessa
glæsilífs sem virðist svo merkingarsnautt; en viðfangsefni okkar
núna er annað og meira að umfangi. Augljóst er að þetta „fína sam-
félag" fylgir líka tímanum. Ég gerðist mjög hugsi á dögunum við
orð smádömu í blóma, hún var öll ein æska og tróndi efst á baugi,
ein af skærustu stjörnunum á samkvæmishimni Madrídar, hún
sagði: „Ég afber ekki að fara á dansleik þegar færri en áttatíu manns
er boðið.“ A bakvið þessa setningu sá ég að stíll fjöldans fer nú með
sigur á öllum sviðum lífsins og þröngvar sér jafnvel leið í þessi
síðustu skúmaskot sem virtust frátekin fyrir the happyfew.
Ég hafna því til jafns allri túlkun á okkar tímum sem ekki upp-
götvar þá jákvæðu þýðingu sem dylst undir núverandi heimsveldi
fjöldans sem og þeirri sem tekur á móti með blessun, án þess að
skekjast af skelfingu. Öll örlög eru dramatísk og harmræn í djúpum
sinna vídda. Sá sem ekki hefur skynjað hættuna við tímann á púlsi
sínum hefur ekki komist að kjarna örlaganna, hefur ekki gert annað
en að klappa þeim á sjúka kinnina. Örlög okkar glæðast hryllilegu
innihaldi sínu af yfirþyrmandi og ofsafenginni, siðferðislegri upp-
reist fjöldans, þau eru mikilfengleg, óstjórnleg og margræð, eins og
öll örlög. Hvert leiða þau okkur? Eru þau alslæm eða fela í sér góða
möguleika? Þarna eru þau, tröllaukin, utan um tíma okkar eins og
risavaxið kosmískt spurningarmerki sem ávallt er vitlaust í laginu,
eitthvað af því er í raun eins og fallöxi eða gálgi en einnig felur það
í sér eitthvað sem vildi vera sigurbogi! Staðreyndina sem við þurfum
að leggja undir mæliker má koma fyrir undir þessum tveimur yfir-
skriftum: í fyrsta lagi hefur fjöldinn í dag yfir að ráða efnisskrá í líf-
inu sem kemur að stórum hluta heim og saman við þá sem áður
tilheyrði minnihlutanum einvörðungu; í öðru lagi hefur fjöldinn á
sama tíma gerst óstýrilátur við minnihlutana: hann hlýðir þeim ekki,
fylgir þeim ekki, virðir þá ekki, heldur þvert á móti stendur á sama
um þá og veltir þeim úr sessi.
Greinum fyrri yfirskriftina. Með henni á ég við að fjöldinn nýtur
gleði og notar tæki sem fundin voru upp af úrvalshópum sem áður
voru einir um að njóta. Hann hefur lyst og þarfir sem áður voru
skilgreindar sem fágun, því þær voru arfleifð fárra. Smávægilegt