Skírnir - 01.09.2012, Page 131
SKÍRNIR
UPPREISN FJOLDANS
391
dæmi: Árið 1820 hafa ekki verið fleiri en tíu baðherbergi á einka-
heimilum í París; um það má lesa í Endurminningum greifynjunnar
af Boigne. En fyrst og fremst: fjöldinn þekkir og notar nú á dögum,
með tiltölulegri færni, tækni sem áður var bara á færi einstaklinga
með sérþekkingu.
Og ekki bara tækniþekkingu heldur það sem mikilvægara er,
lögfræðiþekkingu og samfélagslega þekkingu. Á átjándu öld varð
ákveðnum minnihlutum ljóst að allar manneskjur hefðu, fyrir það
eitt að hafa fæðst og án nauðsynjar á neinum sérstökum hæfnis-
kröfum, sérstök pólitísk grundvallarréttindi, svokölluð mannrétt-
indi og borgararéttindi, og að strangt til tekið eru þessi sameigin-
legu réttindi allra þau einu sem til eru. Oll önnur réttindi sem
vörðuðu sérlegan rétt og skyldur voru forréttindi. Þetta var í fyrstu
hrein kennisetning og hugmynd fárra; síðan tóku þessir fáu að
hrinda þessari hugmynd í framkvæmd og leggja hana fyrir og halda
fram: bestu minnihlutarnir. Eigi að síður var það svo á nítjándu öld
að fjöldinn, sem fylltist eldmóði yfir hugmyndinni um þessi rétt-
indi eins og yfir hugsjón, skildi þau ekki í sjálfum sér, ástundaði
þau ekki né setti í gildi, heldur hélt í raun áfram að lifa undir stjórn
lýðræðislegra löggjafa og skilja sjálfan sig eins og undir hinu gamla
stjórnarfari. „Fólkið“ — eins og það var þá kallað — vissi að það
var orðið fullvalda; en trúði því ekki. I dag hefur þessi hugsjón
breyst í veruleika, ekki strax í lagasetningum, sem eru ytri skapa-
lón opinbers lífs, heldur í hjarta hvers einstaklings, hverjar sem
hugmyndir hans eru, að meðtöldum hinum íhaldssömu; það er að
segja einnig á meðan stofnanirnar sem helga slík réttindi jöpluðu og
ólmuðust. Að mínum dómi hefur sá sem skilur ekki þessa
furðulegu siðferðislegu stöðu fjöldans ekki forsendur til að útskýra
neitt af því sem í dag er tekið að eiga sér stað í heiminum. Sjálfræði
ófaglærðra einstaklinga, mennskra mannvera sem slíkra og sem teg-
undar, hefur breyst frá því að vera sú hugmynd eða lögfræðileg
hugsýn sem hún var yfir í að vera sálfræðilegt ástand meðalmanns-
ins. Og takið vel eftir: þegar eitthvað sem áður var hugsjón verður
hluti veruleikans hættir það óhjákvæmilega að vera hugsjón. Upp-
hefðin og galdurinn sem ljá hugsjón vigt, skapa áhrif hennar á
manninn, gufaupp. Jafnandi réttindi örláts lýðræðisinnblástursins