Skírnir - 01.09.2012, Page 133
SKÍRNIR
UPPREISN FJOLDANS
393
III — I hæð við tímann
Heimsveldi fjöldans ber því í skauti sér hagfellda þætti að því leyti
að það merkir sögulega bætt kjör og leiðir í ljós að líf meðalmanns-
ins fer í dag um hærri hæðir en áður. Þetta gerir okkur ljóst að lífið
getur haft ólíkar hæðir, og að hann er fullur af merkingu, frasinn
sem gjarnan er tönnlast á án merkingar þegar talað er um að vera í
hæð við tímann.2 Það er við hæfi að nema staðar á þessum punkti,
því að hann gefur okkur tækifæri til að beina athyglinni að einu af
óvæntasta einkenni okkar daga.
Sagt er, til að mynda, að þetta eða hitt sé ekki viðeigandi í þess-
ari hæð tímans. I reynd er ekki átt við óhlutbundinn tíma krónó-
lógíunnar, sem er allur flatur, heldur lífstímann eða það sem hver
kynslóð kallar „okkar tíma“, og hefur alltaf ákveðna hæð, hann lyft-
ist ofar í dag en í gær, eða heldur sig í sömu hæð, eða hnígur.
Myndin af því að falla, sem er inngróin í tungutak hnignunarinnar,
kemur til af þessu hugboði. Ennfremur finnur hver og einn, skýrt
eða óskýrt eftir atvikum, samband eigin lífs við hæð tímans þar sem
hann líður. Til eru þeir sem upplifa sig í tilveruháttum samtímans
eins og skipbrotsmaður sem hvergi getur siglt, hraði tímans sem allt
fer á í dag, æðibunugangurinn og krafturinn sem allt er gert með,
þetta veldur þeim sem fornir eru í skapi angist, og þessi angist mælir
hæðarmuninn á púlsi þeirra og tímaskeiðsins. Sá sem aftur á móti
upplifir sem allsnægtir formgerðir samtímans og tekur þeim fagn-
andi er sér meðvitaður um samband milli hæðar okkar tíma og hæða
ólíkra liðinna tíma. Hvert er það samband?
Það væri rangt að gefa sér að maðurinn á hverjum tíma skynji
liðna tíma, af þeirri ástæðu einni að þeir eru liðnir, sem lægri en sinn
eigin. Nægir þar að minna á að í augum Jorge Manrique var sérhver
liðin tíð betri.3
En það er heldur ekki satt. Hvorki hafa allir tímar litið á sig sem
óæðri einhverjum í fortíðinni, né hafa allir talið sig æðri þeim sem
2 „A la altura de los tiempos" á spænsku merkir bókstaflega: í hæð við tímann, en
á íslensku er talað um takt, að vera £ takt við tímann. Ymisleg orðatiltæki spænsk-
unnar lýsa sambærilegri skynjun á tímanum, að hann fari hækkandi.
3 Jorge Manrique var spænskt ljóðskáld á fimmtándu öld.