Skírnir - 01.09.2012, Page 136
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
„Hvorki annálar
né vísindaleg sagnfræðiK
Skyggnst um í sjálfs-
ævisögu Kristmanns Guðmundssonar
Við lestur fjögurra binda sjálfsævisögu Kristmanns Guðmunds-
sonar, Isold hin svarta, Dœgrin hlá, Loginn hvíti og Isold hin gullna,
sem öll bera undirtitilinn Saga skálds og komu út á árunum 1959-
1962 og telja samtals 1315 síður, hvarflaði hugurinn aftur og aftur
til Rousseau. Kannski ekki að undra því að Játningar hans (1781) eru
gjarnan látnar marka upphaf veraldlegra sjálfsævisagna á Vestur-
löndum (Rousseau 1959). En samanburðurinn liggur þó ekki bara
í hefðbundinni formgerð, heldur ekki síður í þeirri sjálfsmynd sem
dregin er upp í verkunum. í Játningunum er söguhetja okkar, Jean-
Jacques, iðulega fórnarlamb utanaðkomandi aðstæðna, hann er sak-
laus og ræður ekki við heiminn, sem er illur og fullur af fólki sem
reynir að bregða fyrir hann fæti. Hann er utangátta frá byrjun, hefur
ekki þau félagslegu sambönd sem hann þarf, er fátækur og þarf að
treysta á aðra. Þegar líður á verkið fara samsæriskenningarnar að
taka meira og meira rými — hann er fórnarlamb illsku annarra og
hann þarf að leiðrétta allt það sem hann heldur að aðrir haldi um
hann og sýna fram á ranglæti þess sem hann heldur að aðrir hafi gert
honum. Ur verður mikill bardagi við drauga. Þessi lýsing gæti allt
eins átt við verk Kristmanns.
Eins og nærri má geta kennir ýmissa grasa í löngu verki Krist-
manns og þó nokkra þræði má rekja í bókunum: Sagt er frá uppruna
og tilurð skálds, ástalífi, togstreitu milli útlanda og íslands, tilfinn-
ingu fyrir því að vera gestur, utangátta og einangraður, skynjun dul-
rænna fyrirbæra og samsærum gegn honum. Bindin fjögur koma út
á umbrotatímum í íslenskum bókmenntum, en eru að formi til
Skírnir, 186. ár (haust2012)