Skírnir - 01.09.2012, Side 138
398 GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR SKÍRNIR
hann: . þá fór ég að búa mér til hugmyndaheim í staðinn ogupp-
götvaði, mér til mikillar ánægju, að þar voru mér nálega engin tak-
mörk sett. Það var fyrsti vísir að sagnagerð hjá mér“ (1959: 51).
Skáldskapurinn er framlenging af huliðsheimum og staðgengill og
þar er heimur sem frelsar hann frá takmörkum umheimsins. Vand-
inn við kynnin af huliðsheimum er hins vegar sá að hann setur
gríðarlega hátt viðmið fyrir jarðneskan veruleika — bæði fólk og
aðstæður. Því fegurðarkröfur sínar fékk hann úr Alfheimum „sem
ómögulegt var að fullnægja í hinum jarðnesku kringumstæðum
mínum“ (1959: 55). Og það er þetta bil, þessi munur milli væntinga
og veruleika, sem hann þarf að kljást við og sú barátta er lífsbarátta
hans og efniviður sjálfsmyndar hans.
Frásögnin af fyrstu ástkonunni skapar einnig tengingu milli álf-
heima og skáldskapar. Hann lýsir því að hann eigi sína fyrstu kyn-
lífsreynslu með konu sem hann kallar Isold hina svörtu, þetta er
kona sem skilur bókmenntir og meira en það, gefur honum fjöl-
margar bækur (1959: 45). Lýsingin á sambandi þeirra er líka eins og
fengin úr þjóðsögum — ókunnug kona, sem stendur utan við sam-
félagið, tælir hann með fegurð og kynþokka. Kvenpersónan sem
tælir og fræðir ungan mann er þekkt bókmenntaminni, hún er að
einhverju leyti aðdáunarverð, en um leið hættuleg og alls ekki sú
sem hetjan mun elska (Ferguson 1973). Eldri og reynslumeiri kennir
hún honum á líkamlegar nautnir og færir honum svo bækur að
skilnaði sem eins konar veganesti í lífinu og er þar í hlutverki ör-
laganornar. Það undirstrikar líka ójarðneskt eðli hennar að hún
staldrar við stutta stund, býr í tjaldi og er horfin þegar hann leitar
að henni.
Kristmann fjallar ekki oft um stefnu sína eða áherslur í skrifum,
bókmenntaleg áhrif eða áhuga. En þegar hann nefnir skáldskapar-
hugmyndir sínar tengist það einnig háleitum fegurðarhugmyndum
á ýmsan máta. í öðru bindinu segir hann: „Mig dreymdi stóra
drauma um að örva með skáldskap mínum fegurðarskyn, hreinleika
og hugrekki í veröld manna. Mér var í minni sú heiðríkja, er ávallt
ríkti í návist afa míns, hin glaða, örugga karlmennskuró hans, hvað
sem á bjátaði. Þessa heiðríkju vildi ég leitast við að gefa lesendum
mínum" (1960: 135). Afinn, hans eina haldreipi í uppvextinum,