Skírnir - 01.09.2012, Side 141
SKÍRNIR „HVORKI ANNÁLAR NÉ ... SAGNFRÆÐl" 401
konu sína, Mme de Varens, maman) og var að eilífu útlægur síðan,
t.d. frá heimalandinu Sviss. Og undir lok annars bindis er Krist-
mann í eins konar útlegð frá landi sínu og frá ástinni, „ekki aðeins
framandi, heldur einrí' (1960: 321). í mörgum sögum skálda lýkur
þessu einmanaleikatímabili þegar höfundar komast í kynni við aðra
í svipuðum hugleiðingum — önnur skáld eða listamenn sem þeir
eiga samleið með, eins og sjá má til dæmis hjá Hannesi Sigfússyni og
Jóni Óskari, en Kristmann verður ekki partur af neinum skálda-
klíkum — ekki einu sinni helsta skjól íslenskra skálda á þessum tíma
gat hýst hann: „Einu sinni eða tvisvar kom ég allra snöggvast í Unu-
hús, en mér leizt ekki á þá, sem þar voru samansafnaðir og fann
skjótt, að ég átti ekki neina samleið með þeim“ (1959: 276).2
Andstæðan milli Islands og útlanda er áberandi í verkinu, í út-
löndum lærir hann mannasiði, ,menningu‘ — Island er hins vegar
barbarískt kjaftabæli, landar eru með skrílslæti á samkomum, eru
vondir við skáld, og þar býr hann við rofin fjölskyldutengsl, árásir
og einsemd. Efanum um að fara eða vera lýsir hann margoft. Hann
segir að minnsta kosti frá þremur tilraunum til að flytja heim, um
haustið kemur hann til íslands en er alltaf farinn aftur að vori. Loks
flytur hann og sannar þá forspá gamla mannsins sem varar hann við
í upphafi dvalar í Noregi að maður bíði þess aldrei bætur að setjast
að í framandi landi (1960:10). En rétt eins og ástarsambönd hans, þá
fylgir hann hér að eigin sögn forlögum, það eru örlög hans að flytja
heim (1960: 267). Og útlöndin reynir hann að taka með sér í frægri
garðrækt sinni í Hveragerði.
I ævisögu þýska útlagaljóðskáldsins Nellyar Sachs lýsir Aris
Fioretos ofsóknaræðinu sem heltók Sachs á efri árum, þegar hún
var sannfærð um að nýnasistar væru á eftir henni, með þeim orðum
að hún endurspegli mystisisma hennar í æsku, þ. e. að í báðum til-
vikum sé annar heimur/falinn heimur sem er fyrir utan okkar heim,
en hefur áhrif á hann, áhrif sem við fáum ekki við ráðið (Fioretos
2010). Islenskt menningarlíf hefur löngum boðið upp á samsæris-
2 Um þátt skáldaklíkunnar í mótun sjálfsmyndar í sjálfssevisögum Hannesar Sig-
fússonar og Jóns Óskars fjalla ég í greininni „Writers’ Lives: The Modernist
Group and Questions of Identity in Autobiographical Writing" (Gunnþórunn
Guðmundsdóttir 2012).