Skírnir - 01.09.2012, Side 143
SKÍRNIR „HVORKI ANNÁLAR NÉ ... SAGNFRÆÐl" 403
fyrri og þeim svarað. Hann ræðir þar líka skrifin sjálf í fyrsta sinn
og segir:
Mér hafði lengi verið ljóst, að ég yrði að skrifa ævisögu mína fyrr eða síðar.
Fyrst og fremst var eitthvað, sem knúði mig til að reyna að greiða úr
flækjum ævi minnar með því að rifja upp atburði liðinna ára og leitast við
að sjá þá í réttu ljósi. Skuggar foríðarinnar geta verið áleitnir, og það er
nauðsynlegt að losna við þá byrði, svo að hún myrkvi ekki starf og gleði
nútíðarinnar. (1962: 175)
Að segja frá, að skrifa niður, að játa, að réttlæta, er þá takmarkið og
hefur frelsandi áhrif, ekki síst undan skoðunum annarra: „Auk þess
hafði svo margt misjafnt verið um mig sagt og skrifað, að mér þótti
tími til kominn að skýra málið frá mínu sjónarmiði“ (1962: 176).
Skrifin þjóna því ýmsum tilgangi — að losna við fortíðina og skýra
hana. Að segja sína eigin sögu, sem svo margir aðrir hafa reynt að
eigna sér. Hann getur frelsast til núsins um leið og hann losnar við
fortíðina, í eins konar endurómi af hugmyndum Freuds um líkn-
andi áhrif frásagnarinnar í sálgreiningu.
Gönguferðir í náttúrunni voru gríðarlega mikilvægar fyrir innra
líf Rousseaus, enda leit hann svo á að mannkynssagan væri saga
hnignunar frá náttúru til samfélags. Þar hugsaði hann best og
skýrast og komst í tengsl við sjálfan sig þar sem heimurinn opnaðist
honum, eins og sjá má í verki hans, Les reveries de unpromeneur sol-
itaire (1778). Náttúran er líka oft og tíðum eina skjól Kristmanns,
honum er tíðrætt um móður náttúru sem hann kallar fóstru sína,
leitar til hennar þegar illa gengur og fær þar skjól frá illum heimi. Hér
má segja að mætist forrómantík Rousseaus og nýrómantík Krist-
manns, í heimi sem er þeim óvinveittur og kaldur, og báðir leita
lausna við þessum erfiðleikum í upprifjun, réttlætingu og játn-
ingum.