Skírnir - 01.09.2012, Side 146
406
BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR
SKÍRNIR
huga að ýmislegt sem fram kemur í umfjöllun minni má með nokkr-
um áherslubreytingum yfirfæra á aðra hópa en konur, svo sem
svertingja, samkynhneigða eða aðra jaðarhópa. Þá verður einnig
skoðað hvort í ósmekklegum bröndurum megi ekki finna gagnlegar
vísbendingar um hversdagslega sýn okkar á heiminn og hvort með
upplýstri og fræðilegri nálgun myndist möguleiki til að nota slíka
brandara á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
1. Um brandara
Brandarar eiga sér óteljandi óþekkta höfunda, óljósan uppruna og
aldur. Hvern og einn brandara má jafnframt finna í mýmörgum til-
brigðum og útfærslum. Fólk deilir þeim yfirleitt munnlega með
þeim sem það umgengst í sínu daglega lífi, svo sem fjölskyldu,
vinum, vinnufélögum, sveitungum, fólki af sama uppruna eða þeim
sem hafa sömu kynhneigð, kyngervi, áhugamál eða lífsstíl. En þó
að allir hafi heyrt þá ófáa um ævina er erfitt að henda reiður á
bröndurum. Brandarar eru sagðir eftir minni og smekk og þá þarf
að sníða að aðstæðum hverju sinni; lengd tímans sem gefst til flutn-
ingsins, samræðunum sem fóru á undan eða samhenginu sem
brandarinn sprettur úr, fjölda áheyrenda og jafnvel kyni þeirra,
kynhneigð, útliti eða aldri, ásamt öðru sem kann að hafa áhrif á
flutninginn, áherslur, orðaval eða framsetningu. Líkt og orðatiltæki
eru brandarar háðir samhenginu sem þeir spretta úr og því aðeins við
hæfi við ákveðnar aðstæður. Ef samhengi og aðstæður skiptu ekki
máli ættu allir brandarar (eða orðatiltæki) ávallt við í hvaða samræðu
eða tilefni sem er — og því fer fjarri (Oring 2010d: 31).
Ákveðin efnisatriði eða kjarni þarf að vera til staðar í hverjum
brandara til að hann geti komið heim og saman og gengið upp. Séu
þessi atriði á sínum stað getur annað í brandaranum tekið breyt-
ingum. Brandara má því sjá sem einskonar spuna, en aðeins upp að
vissu marki. Hvort það er ljóska eða Hafnfirðingur sem skírir sebra-
hestinn sinn (eða tígrisdýr) Depil skiptir ekki höfuðmáli fyrir upp-
byggingu eða niðurlag brandarans — aðeins að fram komi að dýrið
sem um ræðir sé alls ekki doppótt og að persónan sem kemur við