Skírnir - 01.09.2012, Page 147
SKÍRNIR AF HVERJU ERU KONUR MEÐ FÆTUR? 407
sögu sé mögulega nógu vitlaus til að sjá það ekki.1 Svo lengi sem
þessi ákveðnu efnisatriði eru til staðar skilst brandarinn og vekur
jafnvel hlátur. Síðan geta menn deilt um aukaatriðin, hvort sé
fyndnara eða meira viðeigandi, að notast við ljósku eða Hafnfirðing,
sebrahest eða tígrisdýr.
Það er auðvelt að ímynda sér aðstæður þar sem tiltekinn brand-
ari er ekki við hæfi, t.d. klúr brandari í fermingarveislu eða þar sem
gestur á líknardeild segir brandara um krabbamein eða dauðann.2
Um leið og flestir forðast slíkar vandræðalegar uppákomur eins og
heitan eldinn hafa þær engu að síður orðið að vinsælu aðhlátursefni
í ýmsum sjónvarpsþáttum á undanförnum árum. Áhorfendum
bresku sjónvarpsþáttanna The Office ætti t.d. að vera í fersku minni
neyðarlegar tilraunir skrifstofustjórans Davids Brent til að auka vin-
sældir sínar á vinnustað með glensi og gríni sem féll ítrekað um sjálft
sig sökum vanhæfni hans til að meta aðstæður rétt. Brent gerði sig
hvað eftir annað að fífli með óviðeigandi bröndurum og athuga-
semdum og sömu sögu má segja um Borat í Da Ali G. Show,
Kramer og George í Seinfeld, Silvíu Nótt í Sjáumst með Silvíu Nótt,
Joey í Friends, Larry David í Curh Your Enthusiasm, ásamt fjöl-
mörgum þeirra persóna sem Woody Allen hefur túlkað.3 Sem dæmi
má nefna að í einum þætti The Office segir Brent fimm hvítum sam-
starfsmönnum sínum brandara. Andrúmsloftið á vinnustaðnum er
afslappað að þessu sinni, einhverskonar skrifstofuteiti er í gangi til
að bjóða nýja starfsmenn velkomna og nokkrir þeirra hafa komið sér
fyrir í hring með drykki í glösum til að ræða saman. Brent ber að
garði: „Eg hefði átt að vera búinn að segja ykkur þennan,“ segir
hann glottandi um leið og hann kemur sér fyrir í hringnum:
1 Dæmi um tvö tilbrigði við sama brandarann: „Hvað skírði ljóskan Sebrahestinn
sinn? Depil.“ Safnað á Internetinu, 2. september 2011: http://korkyknuts.blog-
central.is/sida/2346055/. „Veistu hvað Hafnfirðingurinn skírði sebrahestinn sinn?
Depil.“ Tekið úr gagnagrunninum. Heimildarmaður er 24 ára kona. Safnað á
MSN, 17. febrúar 2007.
2 Oðru máli getur gegnt ef heimilisfólkið eða sjúklingarnir sjálfir segja brandarann
um eigin aðstæður.
3 Sjá einnig Kotsko 2010: 1- 46.