Skírnir - 01.09.2012, Page 150
410
BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR
SKÍRNIR
veðurfar eru örfá dæmi um þau þemu eða minni sem gagnagrunn-
urinn geymir og hægt er að fletta upp á og skoða. Þar má einnig
finna ítarlegar upplýsingar um dæmin sem skráð eru orðrétt niður,
svo sem aldur, kyn og samfélagsstöðu flytjanda. Eins og dæmið úr
The Office sýnir skiptir einnig miklu máli að lýsa samhenginu sem
brandarar og annað þjóðfræðaefni spretta úr; hvar brandarinn er
sagður, hvenær, af hvaða tilefni, hverjir hlustuðu, hver viðbrögð
þeirra voru og hvaða skilning áheyrendur og flytjandi lögðu í hann.
Nákvæm og ítarleg skráning sem þessi er nauðsynleg svo hægt
sé að túlka brandara eða annað þjóðfræðaefni með skírskotun til
samfélagsins og samskipta fólks á milli. Reglubundin skráning er
ekki síður mikilvæg ef skoða á hvernig brandarar breytast með tím-
anum, hvað hverfur úr umferð, hvað lifir áfram á milli ára og innan
hvaða hópa. Með svo nákvæmum skráningaraðferðum telja þjóð-
fræðingar sig geta náð að miklu leyti utan um síbreytileika brand-
ara sem felst m.a. í því að brandarar eiga sér (rétt eins og flest annað
þjóðfræðaefni) engan forsvarsmann sem hægt er að leita til eða
draga til ábyrgðar. Engin ein manneskja situr heima hjá sér og semur
alla rasista-, karlrembu- eða stórslysabrandarana eftir eigin smekk
og listfengi. Og þá sjaldan hægt er að rekja brandara aftur til upp-
runa síns skiptir það ekki máli hvað varðar gildi brandarans hverju
sinni eða merkingu hans á líðandi stund. Eins og áður hefur komið
fram verður að líta á hvern brandara sem frumflutning — ekkert til-
brigði hans er réttara en annað svo lengi sem brandarinn nær að
smella saman í lokin. Þess vegna geta þjóðfræðanemar við Háskóla
Islands safnað „sama“ brandaranum oft, því hver flutningur er frá-
bugðinn öðrum um orðalag, efnistök, áherslur, áheyrendur, við-
brögð og þar fram eftir götunum.
Þegar leitað er að bröndurum um birtingarmyndir kynjanna í
gagnagrunninum og leitarorðið „kynin" slegið inn fást 259 niður-
stöður. Stutt yfirferð leiðir í ljós að margir brandaranna úr þessum
flokki ganga út á mismun kynjanna á svipaðan hátt og í leikritinu
Hellisbúanum þar sem meintum eðlismun karla og kvenna var um-
breytt í spaugileg sannindi um lífið og tilveruna (Davíð Kristinsson
2007: 25). En áður en slíkum bröndurum verður lýst nánar er
nauðsynlegt að skoða hvernig koma megi auga á kynin í brönd-