Skírnir - 01.09.2012, Page 155
SKÍRNIR AF HVERJU ERU KONUR MEÐ FÆTUR ? 415
séu karlkyns og konur af sama uppruna séu ekki til. Um leið ljóstrar
brandarinn upp enn annarri ímynd sem leynist þar að baki: Konuna
sem vinnur „kvenmannsverkið“ og er hvít á hörund. Spretti þessar
tvær staðalmyndir fyrstar upp í huga fólks má segja að brandarinn
gangi upp og þjóni hlutverki sínu svo lengi sem það truflar engan að
brandarinn raði kyni og kynþætti í goggunarröð stéttskiptingar —
stéttskiptingar þar sem svertingjakonan er hreinlega ekki til. Sé nú
litið aftur á brandarann um lækninn og hommann sjáum við að
staðalhomminn laðast kynferðislega að lækninum og sú hrifning
gengur ekki upp ef við sjáum hann fyrir okkur sem konu. Hvað
lækninn varðar sjáum við fyrir okkur karlmann — eflaust hvítan á
hörund, íklæddan læknasloppi.
Með því að greina brandarana í gagnagrunninum með þessum
hætti kemur í ljós að flest þeirra hlutverka, sem bæði kynin leysa af
hendi í raunveruleikanum, falla karlkyninu í skaut í bröndurum.
Við virðumst sjaldnast gera ráð fyrir konum í önnur hlutverk en
þau sem karlmenn annaðhvort sinna sjaldan eða geta ekki sinnt.
Þetta verður til þess að konur koma mun sjaldnar fyrir í bröndurum
og þá langoftast í „krafti" sinna sér-kvenlegu einkenna.
2.1. Líkami fer til læknis
I bröndurum þar sem píkur, brjóst, blæðingar, þungun eða fæðing
koma við sögu má að sjálfsögðu finna kvenpersónur enda hefur lík-
ami kvenna þessi einkenni umfram karlmannslíkamann. I gagna-
grunninum má finna nokkra slíka brandara, en engan sem dregur
athygli að „ókynjuðum“ líkamsparti kvenna, þeim sem konur og
karlar eiga sameiginlega. Þar má hins vegar finna nokkra brandara
um karlmenn sem fara til læknis vegna líkamshluta sem bæði karlar
og konur búa yfir, „mann“, „strák“ eða „Jón“: „Það var einu sinni
madur sem var með orm í maganum og hann fór til læknis ...“12,
„Einu sinni var strákur sem var hjá lækni ...“,13 „Jón þurfti að fara
12 Heimildarmaður er 23 ára kona. Safnað á kaffistofu Árnagarðs, 23. febrúar 2005.
13 Heimildarmaður er 8 ára stúlka. Safnað á heimili hennar og skrásetjara, 5. mars
2009.