Skírnir - 01.09.2012, Page 157
SKÍRNIR
AF HVERJU ERU KONUR MEÐ FÆTUR?
417
2.2. Hefðbundin kvenhlutverk
í bröndurum sem fjalla um fjölskylduna eða fjölskyldubönd koma
ömmur, mæður, eiginkonur, dætur, kærustur, hjákonur eða önnur
kvenhlutverk óhjákvæmilega við sögu, enda hlutverk sem eru til-
komin vegna hefðbundins fjölskyldumynsturs. I gagnagrunninum
má finna talsvert af bröndurum um eiginkonur og mæður en einnig
hjákonur þar sem hin staðlaða eiginkona er gjarnan sínöldrandi
freðýsa (og hinn staðlaði eiginmaður óhamingjusamur, kúgaður eða
ófullnægður). Þegar sjónum er beint frá þessum hefðbundnu fjöl-
skylduhlutverkum kvenna og út á vinnumarkaðinn er vændi eitt al-
gengasta starf kvenna í bröndurum.19 Einnig kemur fyrir að konur
vinni við þrif, afgreiðslu, hjúkrun, aðhlynningu eða annarskonar
(láglauna)störf sem tengd eru konum sterkari félagssögulegum
böndum en karlkyninu.20 Brandarar þar sem útivinnandi konur
koma við sögu hafa gjarnan kynferðislegan undirtón — og þá er hér
ekki átt við brandara um vændiskonur:
Þannig var að á spítala einum var stórgerð starfsstúlka að koma frá því að
baða gamlan karl og hnippti í samstarfskonu sína sem var öllu laglegri og
sagði við hana: „Hann er nú meiri karlinn hann Guðlaugur gamli. Ég var
að baða hann og sá þá að hann hefur einhvern tímann látið tattúvera nafnið
Adam á typpið á sér.“ „Nú?“ sagði skvísan, „þegar ég þvoði honum um
daginn stóð þar Amsterdam.“21
I framhaldi af þessu má einnig benda á brandara um hjúkrunar-
fræðinga (hjúkkur) þar sem frekar er litið á þær sem kynverur en fag-
menn.
Tvær hjúkkur voru að tala saman á vaktinni. Onnur þeirra dæsir heilmikið
og segir hinni að maðurinn sinn sé búinn að vera að gefa henni blóm og
gjafir núna undanfarið. „Nú,“ segir hin, „ert þú ekkert ánægð með það?“
19 í gagnagrunninum fjalla sjö brandarar um vændiskonur og jafnmarga brandara
samanlagt má finna um konur í einhverjum öðmm störfum.
20 í gagnagrunninum má finna sex brandara þar sem konur eru starfandi á vinnu-
markaði í einhverjum þessara hlutverka. Hér má þá geta þess að einn brandari til
viðbótar fjallar síðan um konu sem er starfsmannastjóri hjá fyrirtæki.
21 Heimildarmaður er 45 ára karlmaður. Safnað með símtali, 12. febrúar 2007.