Skírnir - 01.09.2012, Page 160
420
BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR
SKÍRNIR
fyrir (áætluðum) karlmanni án þess að hann leiðrétti hana, líkt og
skipstjórinn í dæminu hér að ofan eða Kalli á saltbílnum í Reykja-
vík:
Það var einu sinni ljóska að keyra bíl. Hún stoppaði á rauðu ljósi, hljóp út
úr bílnum og bankaði á bílstjórarúðuna á bílnum á undan og sagði: „Hæ,
ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.“ Bílstjórinn lítur
undarlega á hana, segir ekkert og keyrir af stað. Á næstu ljósum gerist ná-
kvæmlega það sama. Ljóskan hleypur út og bankar á rúðuna og segir: „Hæ,
ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.“ Bílstjórinn segir
ekki neitt og keyrir af stað. Á þriðju ljósunum hleypur bílstjórinn út úr
bílnum sínum og bankar á rúðuna hjá ljóskunni og segir: „Hæ, ég heiti
Kalli, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra saltbílinn!"25
Þar sem karlmenn koma ekki við sögu í hverjum einasta ljósku-
brandara er ekki hægt að segja að þeir séu alltaf táknmyndir rökvísi
andstætt við heimsku kvennanna. Hins vegar, og þá kannski sér-
staklega af því að hér er um að ræða heilan brandarabálk, verður að
gera ráð fyrir að þeir sem hlýða á ljóskubrandara kannist við for-
skriftina án þess að þeir trúi því (endilega) sjálfir að ljóskur (eða
konur) séu heimskari en karlmenn eða að brandararnir lýsi stað-
reyndum um lífið og tilveruna.26
3. Lítillœkkandi brandarar
Til að koma auga á hvort brandari sé notaður til að lítillækka
ákveðinn samfélagshóp þarf ekki aðeins að horfa til efniviðar brand-
arans sjálfs heldur einnig hvar hann er sagður, hverjum, hvenær og
á hvaða forsendum. Þannig má t.d. ímynda sér sama karlrembu-
brandarann sagðan á mismunandi forsendum, annarsvegar þar sem
gætt er sérstaklega að því að kvenkyns samstarfsmenn heyri ekki til
og/eða hlegið er á þeirra kostnað og hinsvegar þar sem brandarinn
25 Heimildarmaður er 22 ára kona. Óljóst er hvar söfnun fór fram, 2. mars 2005.
26 Ljóskubrandarar eiga sér ekki karlkyns hliðstæðu á Islandi þó svo að Hafnar-
fjarðarbrandararnir komist nálægt því. Hafnfirðingarnir eru að jafnaði karlkyns
nema annað sé tekið fram, rétt eins og aðrar brandarapersónur. Heimska þeirra
er bundin uppruna eða búsetu en ekki kyni.