Skírnir - 01.09.2012, Síða 171
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG BÓKMENNTASAGA ...
431
félagsþegna í nýju þjóðfélagi þar sem iðnaður og alþjóðleg viðskipti
voru helstu vaxtarsprotar. Því skyldu þeir leggja rækt jafnt við al-
menna undirstöðumenntun sem sérhæfð fræði (sbr. Haue 2003: 67-
68 og víðar).
Með slík viðhorf í huga efndu stjórnvöld til svokallaðra „borg-
araskóla“ og „realskóla", þ.e. eins konar mið- og gagnfræðastigs
sem átti í senn að brúa bilið milli barna- eða alþýðuskóla og latínu-
skólanna og búa nemendur sem ekki hugðu á háskólanám undir
hagnýt störf af ýmsum toga. Auk lestrar, skriftar, reiknings og krist-
inna fræða lögðu þessir elstu gagnfræðaskólar megináherslu á lif-
andi tungumál, einkum þýsku, frönsku og síðar ensku, sagnfræði,
náttúrufræði, handavinnu, líkamsrækt og teikningu. Móðurmálið
var þó undirstaðan sem allt nám hvíldi á, í senn hentugt tæki til að
miðla öðrum námsgreinum og raunverulegt viðfangsefni. Latína var
hins vegar lögð fyrir róða (sjá Steinfeld 1986: 94-100).
Efnt var til fyrstu gagnfræðaskóla innan danska ríkisins í Nor-
egi árið 1784 og náðu þeir fljótt miklum vinsældum. Fáum árum
síðar var slíkum skólum komið á fót í Danmörku. Jafnframt voru
gerðar veigamiklar breytingar á latínuskólunum, eða „lærðu skól-
unum“ eins og nú var farið að kalla þá, sem miðuðu að því að gera
námið þar almennara og fjölþættara en verið hafði. Þar markar
námsáætlun fyrir lærða skóla í Danmörku og Noregi frá 1805 upp-
hafið. Sama ár færðist yfirstjórn skólanna úr höndum kirkjunnar til
veraldlegrar stjórnar háskólans og lærðra skóla („Direktionen for
Universitetet og de lærde Skoler") enda var meginmarkmið þeirra
ekki lengur að búa nemendur undir guðfræðinám heldur undir al-
mennt háskólanám.
Eins og í gagnfræðaskólunum fengu móðurmálið, málfræði þess
og að lokum bókmenntir nú stóraukið vægi í stundaskrá lærðra
skóla þótt latína væri enn aðalnámsgreinin. Dönsku var einnig
skipað fremst námsgreina. I móðurmálstímum fyrsta og annars
bekkjar var lögð mest rækt við lestraræfingar, málskilning, mál-
fræði, framsögn, stafsetningu og setningaskipan með síaukinni
áherslu á munnlegar og ritaðar æfingar. I öðrum bekk skyldu nem-
endur læra og flytja utanbókar sígilda texta innlendra höfunda. I
þriðja bekk hófst svo eiginlegt bókmenntanám: