Skírnir - 01.09.2012, Qupperneq 175
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG BÓKMENNTASAGA ...
435
stofnaðir réttri öld eftir að efnt var til slíkra skóla í Noregi og Dan-
mörku. Þá höfðu breytingar á dönskum latínuskólum lengi vel lítil
áhrif hér á landi. Allt fram til 1846 gilti tilskipun um latínuskólana
á Islandi frá 3. maí 1743, „Anordning om de latinske Skoler paa Is-
land“, þar sem stólsskólarnir í Skálholti og á Hólum og síðar Bessa-
staðaskóli voru skilgreindir sem prestaskólar (Seminarium Ecclesiæ).
Námsgreinar tóku mið af því, einskorðuðust við latínu, grísku,
hebresku, trú- og biblíufræði, rökfræði, stærðfræði, landafræði og
sagnfræði. Tilskipunin gerði þó ráð fyrir nokkurri móðurmáls-
kennslu, m.a. skyldu nemendur æfa sig í ræðuhaldi, bréfaskrift, rit-
gerðasmíð og ritprýði á íslensku. Eins var gerð ströng krafa um vald
kennara á móðurmálinu og getu þeirra til að leiðbeina nemendum
við ritaðar æfingar:
Kennararnir skulu ... vera vel að sér í móðurmáli sínu, svo þeir geti haldið
lærisveinunum til að rita á máli sjálfra þeirra, án þess að blanda öðrum
málum, og án þess að blanda klúrum orðum eða talsháttum í ritgjörðir sín-
ar — halda þeim til að rita hreint, ljóst og skilmerkiliga, og að forðast dymm
og sérvizkulig orðatiltæki og aðra hégómliga tilgjörð, svo hverr einn skilji
sem les eða heyrir ræðu þeirra. (Þýðingin er úr grein Jóns Sigurðssonar
1842: 115)
Þetta ákvæði hafði að vísu lítil áhrif þegar til kastanna kom. Sú litla
móðurmálskennsla sem fram fór fólst sem fyrr í þýðingum latneskra
texta á íslensku og leiðréttingu þessara þýðinga. Raunar sátu flestar
námsgreinar á hakanum sem þóttu ekki styðja nógu vel við
guðfræði og breyttu reglugerðarákvæði þar engu. Séra Árni Helga-
son, stiftsprófastur í Görðum á Álftanesi, lýsti náminu í Hólavalla-
skóla í Reykjavík laust fyrir aldamótin 1800 svo:
Boðið var að piltar skyldu læra Geograpia og Arithmetica [þ.e. landafræði
og stærðfræði], en hvorugt var þar kennt í minni tíð, engin danska, engin
íslenzka, en okkur bara sagt, að við ættum að læra þetta, og það gekk þá upp
og niður. (Árni Helgason 1907: 86)
Skólapiltum var því gert að stunda hluta lögbundinna námsgreina í
frístundum sínum að skóladegi loknum. Geta má nærri að einhver
misbrestur hefur verið á þeirri ástundun enda var hvorki við eigin-