Skírnir - 01.09.2012, Page 178
438
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
framfarir í prestaskólanum, eða bókiðnir við háskólann í þeim vís-
indagreinum, er hver þykist laginn til“ („Reglugjörð um kennsluna
og lærdómsprófin í hinum lærða skóla í Reykjavík" 1868: 514-515).
Auk fyrri námsgreina bættust nú við þýska og franska, náttúrusaga
og náttúrufræði, íslenska, teikning, söngur og íþróttir, í fyrstu raunar
að svo miklu leyti sem greinunum varð við komið.
Fyrir móðurmálskennsluna og þar með kennslu íslenskra bók-
mennta og bókmenntasögu var einkar þýðingarmikil ákvörðun
stjórnvalda að gera skyldi sömu námskröfur í íslensku og gerðar
voru í dönsku í sambærilegum dönskum skólum og haga burtfarar-
prófi á sama hátt. Þetta var ítrekað með konungsúrskurði vorið
1846, „Kongelig Resolution ang. Planen for Latinskolens Reorgan-
isation i Reykjavík“. Hér var beinlínis boðið að íslenska skyldi skipa
öndvegissess meðal námsgreina skólans og er hún upp frá þessu
nefnd fyrst þegar þær eru taldar upp í skólaskýrslum. Nýju reglu-
gerðirnar leiddu líka til róttækra breytinga á umfangi móðurmáls-
kennslunnar, viðfangsefni hennar og fyrirkomulagi sem miðuðu að
því að efla námsgreinina til muna og styrkja stöðu hennar. Fullyrða
má að með þeim hafi stefnunni verið snúið frá mál- og mælsku-
fræðilegri hefð miðaldaskólans til þeirrar hefðar sem lengst af hefur
mótað íslenska framhaldsskóla. Viðfangsefni og tilgangi kennsl-
unnar er lýst svo í bráðabirgðareglugerðinni frá 1846:
[Ijslenzk túnga. Hana skal kenna í öllum bekkjum, en sá er tilgángur þeirrar
kennslu, í fyrsta lagi að kynna lærisveinum með þessari túngu hinar al-
mennu hugmyndir málfræðinnar, íöðru lagi að kenna þeim að rita móður-
mál sitt samkvæmt réttum reglum, óblandað og með góðum smekk, íþriðja
lagi að kynna þeim bókmenta sögu Islands. („Reglugjörð um latínuskólann
íReykjavík" 1866: 450—451)
Eins og lýsingin ber með sér var íslenskukennslan í senn hugsuð
sem undirstaða frekara málanáms, til að aga ritstíl nemenda og til að
kynna þeim íslenska bókmenntasögu. Oll þessi markmið voru
áréttuð nær orðrétt í skólareglugerðinni frá 1850. Helstu nýmælin
þar fólust í því að nú var bæði lögð áhersla á talað og ritað mál. Þá
var þess líka sérstaklega getið að auk bókmentasögu Islendinga
skyldi kynna nemendum „helztu rit“ þeirra („Reglugjörð um