Skírnir - 01.09.2012, Side 191
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG BÓKMENNTASAGA ...
451
atburðina sem þeir ortu um. Ekki er fjallað um þau sem sérstakar
bókmenntagreinar og gæti það bent til þess að Sveinbjörn hafi
fremur talið þau til sagnfræði en fagurbókmennta.
Eins og komið hefur fram ætlaði Sveinbjörn Egilsson bók-
menntasöguágripi sínu ekki að gefa yfirlit um öll skáld „heldur að
eins þau merkilegustu". Einnig þetta var í sama anda og skólareglu-
gerðin frá 1850 kvað á um, þ.e. að kynna skyldi „helztu rit“. Svein-
björn gerði þó hvergi grein fyrir hvernig þetta hefðarveldi væri valið
en ljóst er að þar byggði hann bæði á eigin mati og annarra dóm-
bærra manna, t.d. vitnisburði Haralds konungs Sigurðssonar sem
„var vel hagorðr sjálfur og hafði mætur miklar á skáldskap, og var
mjög vandr að kveðskapnum“ (188). A þessum grundvelli felldi
Sveinbjörn iðulega listræna dóma um höfunda og verk þeirra og
myndaði þar með vísi að nokkurs konar hefðarveldi. Einn þeirra er
sagður „bezta skáld“, annar „talinn með höfuðskáldum" (185) og sá
þriðji kallaður „þjóðskáld" (189). Sömuleiðis auðkenndi hann sum
kvæða þeirra með orðum eins og „næsta skáldlegt“ (178), „mjög
skáldlegt, en ekki allauðskilið" (179), „hið bezta kvæði" (183) eða
gert „með miklu fjöri og ímyndunarafli“ (188). Um tvær lítt varð-
veittar skjaldardrápur Egils Skallagrímssonar skrifaði hann einnig að
þær hafi verið „ákaflega vandaðar, enda eru þau 2 erindi, sem til eru
af þeim, mjög fornyrðt og torskilin“ (180).
Þessar lýsingar benda til þess að Sveinbjörn hafi að einhverju
leyti metið kveðskap út frá skáldlegri virkni tungumálsins, þ.e. frá-
vikum þess frá einfaldri óbundinni ræðu. Greining hans á einstök-
um kvæðum og kvæðabrotum og umfjöllun um forna bragarhætti
vitnar um sömu afstöðu. Þar leiðir hann nemendur inn í sérstæðan
heim skáldskaparins og lýsir fyrir þeim helstu einkennum þessarar
orðlistar, bragfræðilegum eigindum og skáldskaparmáli, heitum og
kenningum. Jafnframt sýnir hann dæmi um fjölbreytileika kveð-
skaparins, t.d. þegar hann segist „til gamans færa dæmi til einfaldrar
vísu og svo annarrar, sem er flóknari" (185).
Sveinbirni Egilssyni varð ekki margra ára auðið sem rektor og
kennara Reykjavíkurskóla og víst er að hann kenndi íslenska bók-
menntasögu í mesta lagi tvisvar, fyrst 1847-48 og svo ef til vill hluta
hins örlagaríka skólaárs 1849-50 þegar skólapiltar hrópuðu hann