Skírnir - 01.09.2012, Page 199
SKÍRNIR BÓKMENNTIR OG BÓKMENNTASAGA ... 459
síðar, en ef Agrip af bókmentasögu Islands I—II (1891-92) er undan-
skilið virðist ekkert rita hans hafa hentað íslenskum framhaldsskól-
um. Bókmentasaga Islendínga fram undir siðabót (1904-05) var þó
m.a. hugsuð til kennslu í slíkum skólum, eins og inngangur þess
vitnar um: „Jeg ætlast til þess, að bókin verði álitin hæfileg til lest-
urs fyrir alþýðu manna og námsfúsa únglínga; engu síður er það
ætlun mín, að hana megi hafa við tilsögn í hinum meiri skólum, lat-
ínuskólanum og ef til vill gagnfræðaskólum" (Finnur Jónsson 1904-
05: [i]):
Árið 1888 gerði Bogi Th. Melsteð líka námsefni og kennsluhætti
Reykjavíkurskóla í íslenskum bókmenntum að umtalsefni, ekki síst
einhliða og óheppilegt textaval, þar sem fornritin væru einráð. Sjálf-
ur taldi hann eðlilegra að fara frá hinu þekkta og nærtæka til þess
fjarlæga og framandi. Byrja ætti á úrvali úr ritum samtímahöfunda
og lesa síðan verk frá ýmsum tímum og gefa jafnframt almennt
yfirlit um bókmenntirnar. Á sama hátt hvatti hann til að mál-
fræðikennslan hæfist ekki á málmyndalýsingu forníslenskunnar
heldur nútímamálsins (Bogi Th. Melsteð 1888: 36).
Þremur árum eftir að þessi orð voru skrifuð gaf Bogi út Sýnisbók
íslenzkra bókmennta á 19. öld (1891) til að bæta úr brýnni þörf fyrir
hentugt yfirlit um íslenskar samtímabókmenntir. Þar hafði hann
einkum í huga nemendur framhaldsskólanna og þá gloppu sem
hann sá í námsefni þeirra: „ekki getur verið rjett að ganga með öllu
fram hjá nútíðar bókmenntum vorum í skólunum“, skrifaði hann í
formála (Bogi Th. Melsteð 1891: ix). Auk bókmenntasögulegra
markmiða, þ.e. að kynna einstaka höfunda og sýna það „sem er ein-
kennilegt fyrir framfarir bókmenntanna í heild sinni“, hafði hann
önnur háleitari markmið í huga:
[A]uk þess, sem bókin á að vera sýnisbók nútíðar bókmennta vorra, þykir
mjer það miklu skipta, að hún geti vakið hina ungu lesendur sína til
sjálfstæðrar hugsunar, vakið hjá þeim ást á ættjörðu sinni og þá manndáð
og framtakssemi í öllu nýtu, fögru og góðu, sem ávallt er samfara einlægri
ættjarðarást. (Bogi Th. Melsteð 1891: viii)
Þessi ummæli birta nýjar hugmyndir um eðli og tilgang sýnisbóka
um bókmenntir — og raunar móðurmálskennslunnar sem slíkrar.