Skírnir - 01.09.2012, Page 209
SKÍRNIR ÍSLENSK MÁLHUGMYNDAFRÆÐI ... 469
Ekki verður sagt skilið við málvöndunarumræðu fimmta ára-
tugarins án þess að drepa örlítið á flámæli. Um árabil höfðu ýmsir
mennta- og skólamenn fundið að því leynt og ljóst.* * 7 Björn Guð-
finnsson naut stuðnings kennslumálayfirvalda til umfangsmikilla
athugana á framburði árin 1940-1946. Hvatinn að því var ekki
aðeins fræðilegur áhugi heldur ekki síður vilji til að staðla framburð
nútímamálsins, sbr. Björn Guðfinnsson (1947, 1964), Baldur Jóns-
son (1998: 230-231) og Kristján Árnason og Höskuld Þráinsson
(2003: 156, 184). í því efni var gengið ákveðið til verks í skólunum
að því er varðar flámæli og má hinn mikli árangur af því starfi í raun
furðu sæta. Þar var sem sé um að ræða innri málhreinsun og stöðlun.
Stöðluð þjóðtunga hlaut að teljast eitt skýrasta sameiningartákn
hinnar nýfrjálsu íslensku þjóðar eins og fleiri Evrópuþjóða. Flámæli
var litið alvarlegum augum sem ógn við þjóðtunguna og þar með
brestur í þeirri þjóðlegu samstöðu sem málið táknaði.
Á árunum kringum 1940 gerðu margir ríkar kröfur til Útvarps-
ins sem málfarslegrar fyrirmyndar. Fljótlega eftir stofnun þess 1930
var farið að flytja útvarpserindi um málrækt og 1939 hófust reglu-
legir leiðbeiningarþættir um málnotkun. Björn Guðfinnsson kenndi
íslensku í útvarpinu og gaf út kennslubók á vegum þess 1935. Árið
1940 var Sveinbjörn Sigurjónsson fenginn til að gera sérstaka at-
hugun á málfari í útvarpsfréttum (Gunnar Stefánsson 1997: 113,
366). Þannig vildi útvarpsráð og starfsmennirnir ekki láta annað
spyrjast en að reynt væri að hafa útvarpsmálið hreint og vandað og
þau voru vel meðvituð um það viðhorf að Utvarpið hefði málupp-
eldishlutverki að gegna hjá þjóðinni. Þetta hlutverk vildi stofnunin
rækta bæði með því að vera sjálf til fyrirmyndar um gott málfar og
með erindaflutningi um málhreinsun og málnotkun (1997: 368). Sig-
urður Benediktsson skrifaði í Útvarpstíðindi 1941 um árangurinn af
áhrifum áhugasamra málvöndunarmanna á málnotkun útvarps-
manna:
við orðunum fortó, klósett, lekker, smart, túr; og 14 ára stúlka hvetur börn til að
segja salerni í stað klósett.
7 T.a.m. segir í hljóðfræðilýsingu Jóns Ófeigssonar (1920-1924: xxvii) um flámæli
(,,Suðurnesjamál“): „Udtalen anses for plebejisk og undgaas af alle dannede
Mennesker“.