Skírnir - 01.09.2012, Page 211
SKÍRNIR ÍSLENSK MÁLHUGMYNDAFRÆÐI ... 471
sé að því að vernda menningararfinn fremur en Reykvíkinga sjálfa
(Þór Whitehead 1999: 107). Nokkrum vikum síðar voru verðmæt-
ustu handritin flutt á tryggari stað þar sem þau voru geymd til
stríðsloka.8
í hlutfalli við fjölda Islendinga 1940 má segja að herinn hafi verið
geysilega fjölmennur.9 Koma hans og dvöl var því áberandi, svo að
vægt sé til orða tekið, og má í þessu sambandi jafnframt hafa í huga
að fæstir íslendingar höfðu áður haft kynni af her og hermennsku.
Nú áttu sífellt fleiri Islendingar samskipti við hernámsliðið og því
fylgdi atvinna og peningar.
Sjálfsagt töluðu ekki ýkja margir Reykvíkingar ensku að verulegu
gagni um 1940 en fólk hefur reynt að gera sig skiljanlegt eftir megni
og sumir fengu vinnu við að túlka. Að frátöldum liðsmönnum hinna
bresku „intelligence corps“ (Þór Whitehead 1999: 218) var hins
vegar lítið um að breskir hermenn lærðu íslensku, þ.e. þannig að
þeir yrðu færir um að segja við innfædda eitthvað að marki umfram
einstök orð, á borð við t.d. ökuskírteini, vegna eftirlits og þess
háttar. Svo er því að sjá sem við flestar samskiptaaðstæður, sem upp
gátu komið meðal innfæddra og hermanna, hafi verið gengið út frá
mállegum forsendum hinna síðarnefndu.
Það má kallast viðtekin skoðun meðal Islendinga að þjóðin hafi al-
mennt fagnað því 1940, út af fyrir sig, að það voru Bretar en ekki
Þjóðverjar sem hernámu landið.10 Erfitt kann þó að vera að átta sig
vel á þessu eftir á enda hefur afstaðan til Þjóðverja breyst þegar leið
á stríðið og eftir því sem glæpir nasista komu betur í ljós.
8 f barnaskólahúsið á Flúðum, sjá Braga Þorgrím Ólafsson 2010: 152.
9 í júlí 1940 voru komnir um 10.000 hermenn til íslands (Þór Whitehead 1999:
213) og sífellt bættust fleiri við. Bretar urðu alls um 25.000 talsins og voru þeir
flestir í og kringum Reykjavík (Gunnar Karlsson 2000: 314). í Reykjavík bjuggu
2. desember 1940 nálægt 40.000 íslendingar (Hagstofa íslands 2012). í kjölfar
Breta fylgdu fleiri enskumælandi hermenn; fyrst nokkur hópur frá Kanada í júní
1940 og árið eftir fjölmennt lið Bandaríkjamanna sem leysti breska setuliðið af
hólmi á íslandi frá júlí 1941. Bandaríkjamennirnir urðu um 60.000 talsins
(Gunnar Karlsson 2000:315). Reyndar var hluti breska herliðsins á í slandi alveg
til stríðsloka (Sólrún Jensdóttir 1997: 214).
10 T.d. segir Jón Yngvi Jóhannsson (2011: 363): „Flestir íslendingar tóku hernám-
inu vel eftir aðstæðum, af tvennu illu töldu flestir skárra að vera undir verndar-
væng Breta en Þjóðverja.“