Skírnir - 01.09.2012, Page 225
SKÍRNIR
ÞARNA HITTUST ÞEIR ...
485
firðinga meðan þeir létu liggja. Og þess vegna varð til máltækið: Passi nú
hver sitt, Ólafsfirðingar koma!
Spyrill: Er þetta lygi?
Ólafsfirskur karl: Ég held að þetta sé lygi, já, en það má vel vera að ein-
hverjum hafi dottið í hug báðum megin frá að aðeins kippa í línu hjá
viðkomandi ef það var látið liggja yfir nótt eða þvíumlíkt.
Annað merki um átök Ólafsfirðinga og Siglfirðinga eru slagsmála-
sögur af dansleikjum fyrri tíma. Einkum virðist sem dansleikir í
félagsheimilinu Ketilási í Fljótum, nyrstu byggð Skagafjarðar, hafi
ítrekað orðið að átakavettvangi milli Siglfirðinga og Ólafsfirðinga.
Siglfirsk kona: Ég, það var, ég hef aldrei heyrt um neitt nema á Ketilási og
þá sérstaklega á böllunum. Þá var verið að slást eitthvað, ég held það hafi
verið Skagfirðingar eða Fljótamenn og Skagfirðingar og Siglfirðingar
og svo aftur Ólafsfirðingar og Skagfirðingar. Ffefurðu ekki heyrt neitt
um það?
Spyrill: Jú, ég hef heyrt eitthvað um það.
Siglfirsk kona: Já, það voru aðallega unglingarnir sem voru með læti.
Spyrill. Fivers vegna slógust þeir?
Siglfirsk kona: Ha?
Spyrill: Hvers vegna slógust þeir?
Siglfirsk kona: Ég veit það ekki. Ég held að báðir hafi haldið að hinn væri
meiri maður, ég veit þetta ekki. Ég veit ekki af hverju þetta var.
Um þetta segir ólafsfirskur karl:
Sko, það segir kannski ákveðna sögu að á hverju ári hér áður, kaupakonu-
böllin, sem var haldið uppi á Ketilási, Ólafsfirðingar þeir fóru ekki í spari-
fötin af því að þeir fóru á böllin til að berjast við Siglfirðinga. Siglfirðingar
komu líka í vinnufötunum. Þarna hittust þeir og þarna börðust þeir.
Indœlt stríð ?
Skoða má deilur Siglfirðinga og Ólafsfirðinga í ýmsu ljósi. Sál-
greinirinn Sigmund Freud (1990) segir að börn sem bítist um leik-
fang stofni oft til kynna að rimmu lokinni, leiki saman og verði
vinir, sem annars hefði aldrei orðið án átakanna. Kannski er það ein
lýsing á samskiptum Ólafsfirðinga og Siglfirðinga. Þegar bornar eru