Skírnir - 01.09.2012, Page 227
SKÍRNIR
ÞARNA HITTUST ÞEIR ...
487
Með tíðnitöflum sjást einstakar mælingar úr könnuninni, t.d. þegar
Ólafsfirðingar eru spurðir um heiðarleika Siglfirðinga (tafla 2).
Tafla 2: Ólafsfirðingar um heiðarleika Siglfirðinga.
TÍÐNI HLUTFALL
Á mjög illa við 8 1,1
Á frekar illa við 10 1,4
Hvorki né 142 19,4
Á frekar vel við 339 46,3
Á mjög vel við 190 26,0
Ógilt 43 5,9
Samtals 732 100,0
Af 732 Ólafsfirðingum sem svöruðu telja aðeins 18 að það eigi illa
við að lýsa Siglfirðingum sem heiðarlegum. Keimlík staða er uppi
þegar Siglfirðingar eru beðnir um að meta heiðarleika Ólafsfirðinga,
aðeins 27 af 732 telja það eiga illa við Ólafsfirðinga að lýsa þeim sem
heiðarlegum. Sjá töflu 3.
Tafla 3: Siglfirðingar um heiðarleika Ólafsfirðinga.
TÍÐNI HLUTFALL
Á mjög illa við 15 2,0
Á frekar illa við 12 1,6
Hvorki né 265 36,2
Á frekar vel við 193 26,4
Á mjög vel við 83 11,3
Ógilt 164 22,4
Samtals 732 100,0
Þessar töflur benda til þess að þótt öldungar í Fjallabyggð kannist
vel við hrepparíg, meting, gömul slagsmál og baráttu um grásleppu-
net, í eiginlegum eða táknrænum skilningi, eru fæstir tilbúnir að
segja nokkuð neikvætt um nágrannana sem hóp í opinberri könnun.
Samt kemur glampi í augu öldunganna þegar þeir segja frá erjum