Skírnir - 01.09.2012, Page 230
490
BJÖRN ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
uppgangstímum. Öfgarnar í atvinnulífinu hafa þannig kallað á
endurmat og slagsmálin á Ketilási kunna að hafa verið stríð þar sem
einkennisbúningar hermannanna voru verstu larfar í heimi. „Þarna
hittust þeir og þarna börðust þeir,“ sagði öldungurinn. Hugmyndin
um óvininn þjappaði fólki saman og brýndi til samstöðu. „Án
óþokkans erum við öll einstaklingar á markaði, sjálfselsk og ein-
mana, og samfélagið hrörnar," skrifaði félagsfræðingurinn Gibbons
(2003).
Við, forsetinn og Fjallabyggð
Hér hefur verið leitast við að flétta saman virknikenningu og átaka-
sjónarhorn í félagsfræði til að kanna hvort hrepparígur í Fjallabyggð
hafi gegnt jákvæðu hlutverki fyrir Ólafsfirðinga og Siglfirðinga.
Spurt hefur verið hvort dæmisögur kunni að hafa verið sagðar til
að viðhalda spennu og aðgreina íbúahópana tvo í útjaðri jaðarsins á
umbrotatímum.
Freistandi er að velta því fyrir sér hvort hrepparígur á Trölla-
skaga hafi verið heilbrigður hluti af ónæmiskerfi lífverunnar sem
Durkheim (1897) líkti samfélaginu við. Einnig er áhugavert að íhuga
samband hrepparígs hér á landi við ytri breytingar í samfélaginu,
samanber iðnvæðingu Siglufjarðar og Mývatnssveitar sem fyrr er
getið og hvort heimfæra megi aðstæður fyrir bankahrunið hér á
landi til sömu hvata, þar sem átakaaðgreining verður að leiðarstefi.
Island tók nýtt skref í atvinnumálum þegar landinu var ætlað
verða alþjóðleg fjármálamiðstöð í kjölfar einkavæðingar ríkisbank-
anna. Þegar útrásin stóð sem hæst birtist aukin spenna sem kannski
mætti kalla hrepparíg milli íslendinga og annarra þjóða, ekki síst
nágranna okkar og fyrrum yfirboðara, Dana. íslendingar flugu á
einkaþotum og keyptu eignir í Danmörku sem annars staðar. Þegar
einhverjum datt í hug að setja spurningarmerki við innistæður fyrir
kaupunum hófust langsóttar réttlætingar um sérstöðu þjóðarinnar
sem dugðu til þess að jafnvel gagnrýnustu blaðamenn urðu slegnir
blindu og horfðu framhjá aðalatriðinu, debet-kredit dálkunum. Öll
fórum við að trúa því, líkt og áhangendur fótboltaliðs, að sigrarnir
yrðu að falla okkar megin og að baráttan um brauðið stæði milli