Skírnir - 01.09.2012, Page 231
SKÍRNIR
ÞARNA HITTUST ÞEIR ...
491
okkar og umheimsins. Eflaust hjálpaði þjóðernishyggjan og mælsku-
brögðin tímabundið til að styrkja félagseiningu Islendinga á þenslu-
tíma sem markaði stéttaskiptingu samfélagsins hraðar og skýrar en
dæmi voru um án mikillar gagnrýni. Stoltið nánast kæfði gagnrýna
hugsun á tímum vaxandi ójafnaðar. I Rannsóknarskýrslu Alþingis
hefur t.d. verið bent á hvernig íslenskir blaðamenn létu sér lynda að
láta mata sig í stað þess að fjalla á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt
um umfjöllunarefnin er lutu að útrásinni og bönkunum. Kannski
þurfti þjóðin átök við einhvern sem stóð utan okkar heims,
andstæðing, til að fara staurblind í gegnum peningaþokuna eins og
grúppía á sterum. Kannski eru áhrif hnattvæðingarinnar í rauninni
hverfandi lítil á íslandi. Kannski er styttra í hrepparíginn, aðgrein-
inguna, átökin milli höfuðborgar og landsbyggðar, íslands og um-
heimsins, okkar og ESB en nokkur maður þorir að viðurkenna.
Tungutak forseta Islands á þensluárunum fyrir hrun er sérlega at-
hyglisvert í þessu samhengi. Þar má finna mörg dæmi um líkinga-
mál sem lýsa átökum og velþóknun á orrustu, baráttu og stríði.
Ólafur Ragnar Grímsson (2005) komst t.d. svo að orði í ræðu á
ráðstefnu í Lundúnum í góðærinu miðju:
Bretar sendu sjóherinn sinn til að stöðva okkur — en alltaf unnum við þá,
eina þjóðin sem lagt hefur breska sjóherinn að velli, ekki einu sinni heldur
þrisvar. Sá einstæði ferill sýnir að það er ekki furða að ungir framtakssamir
víkingar hafi kvatt sér hljóðs í Lundúnum, fullir sjálfstrausts og reiðubúnir
til að leggja heiminn að fótum sér!1
Meðal íslendinga virðist sem ræða forsetans hafi ekki kallað á sér-
staka naflaskoðun þjóðarinnar þegar ummælin féllu, en að loknu
hruni hefur Lundúnaræða forsetans öðlast sögulegan sess, ekki síst
vegna allt að því ofstækisfullrar þjóðernishyggju sem í henni birtist,
auk þess sem forsetinn varpar í ræðunni vægast sagt umdeildum
ljóma á víkingahugtakið. Allir íslendingar þekkja í dag hvernig hug-
takið útrásarvíkingur breyttist fljótt í skammaryrði eftir hrun. Færa
má rök fyrir að ræðan sé öll dæmi um átakahvata þar sem forsetinn
höfðaði til stríðsmannsins í íslendingum á erlendri grund og réttlætti
1 Þýðing höfundar.