Skírnir - 01.09.2012, Síða 236
496
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
slögum hans, ásamt marrandi tré-
gólfinu sem mynda saman hljóm-
botn þessarar myndar og leiða
okkur inn í veröld sem engin orð
fá höndlað og engar lýsingar út-
skýrt. Hvaða veröld er það sem
hér kallar til okkar, hvaða glíma á
sér hér stað í þessari framlengingu
á rökkvuðu tómarúmi sýningar-
salarins?
Þó að sýningarsalurinn sé opin-
bert listrými og kalli á „fagur-
fræðilegt mat“ þess sem í það er
látið, þá getum við leyft okkur þann munað, í bili að minnsta kosti,
að láta „fagurfræðina" liggja á milli hluta og freista þess að leiða
hugann aftur fyrir tíma fagurfræðinnar, til þess tíma og þeirrar veru
sem hvorki kunni að greina á milli hins sanna og fagra, né á milli
verunnar og birtingarmyndar hennar, þess að vera og sýnast. Það er
heimur goðsögunnar.
I Vatíkansafninu í Róm er varðveitt gömul steinþró frá því um
160 e.Kr. sem sýnir lágmynd af refsingu Sisyfosar, Ixíons og Tantal-
usar, þriggja persóna úr grískum goðaheimi sem allar hlutu grimmi-
lega ráðningu fyrir að hafa rofið þau lögmál guðanna og náttúr-
unnar er settu mannlegri tilvist óyfirstíganleg takmörk. Af þessum
þrem er Sisyfos, stofnandi Korintuborgar, þekktastur, en hann hafði
hneppt Þanatos, guð dauðans, í fjötra, og stöðvað þannig umferð
hinna dauðlegu til undirheima. Þegar guðirnir höfðu frelsað Þana-
tos úr prísundinni og losað um þessa umferðarteppu, refsaði Hades
undirheimaguð Sisyfosi með því að láta hann nakinn velta þungum
steini upp bratta fjallshlíð um aldur og ævi.
Ixíon var afkomandi hernaðarguðsins Aresar og þekktur úr
goðafræðinni fyrir að hafa ráðið niðurlögum tengdaföður síns til að
losna við að greiða brúðargjöldin. Hann varð fyrstur hinna ólymp-
ísku guða til að rjúfa heilög vé fjölskyldunnar með mannsmorði og
var dæmdur í útlegð. Seifur miskunnaði sig hins vegar yfir hann og
veitti aðgang að Ólympstindi. Þar gerðist hann sekur um kyn-
Refsing Sisyfosar, Ixíons og Tantal-
usar, lágmynd frá um 160 e.Kr.