Skírnir - 01.09.2012, Side 237
SKÍRNIR
ATLAGA AÐ YFIRBREIÐSLU ...
497
ferðislegt áreiti við Heru, eiginkonu Seifs, og var refsað fyrir með því
að blekkja hann til kynmaka við ummyndað ský, sem hafði tekið á
sig mynd Heru. Afkomendur Ixíons og skýsins eru kentárarnir,
hálfir menn og hálfir dýr. Þegar Seifur hafði þannig sannreynt
brotavilja Ixíons fékk hann þá refsingu að vera bundinn á logandi
hjól sem sveif um loftin blá um aldur og ævi.
Tantalos var faðir Pelops og sagður hafa drepið son sinn og
boðið guðunum að eta hann í veislu sem hann hélt þeim. Sem fyrsta
mannætan hlaut hann þá refsingu í undirheimum að dvelja í vatni um
aldur og ævi, án þess að geta svalað þorsta sínum, og búa undir
höfgum ávaxtatrjám án þess að geta náð til ávaxtanna til að seðja
hungur sitt.
I okkar huga eru þessar goðsögur myndlíkingar sem vitna um
skilning Rómverja og Grikkja á algildum lögmálum náttúrunnar og
guðanna, og hvernig refsa bæri fyrir hrokann (hybris) sem storkaði
þessum lögmálum. Refsingin er grimm vegna þess að hún er án enda
og því án mögulegrar yfirbótar eða endurlausnar. Refsingunum er
lýst á þessari rómversku lágmynd, og af einhverjum ástæðum tengdi
ég hana við myndband Sigurðar Guðjónssonar, Prelude. Kannski
var það Sisyfos sem kallaði fram þessa mynd í huga mér, en það var
eitthvað sem tengdi sögu hans við sögu myndbandsins. Spurning
mín gæti þá verið: Getum við litið á myndband Sigurðar eins og
myndlíkingu, allegóríu eða eins konar goðsögn sem sýnir eitt en
segir annað? Eða hvað er það sem greinir á milli Prelude og hreinnar
goðsögu? Rómverjar og Grikkir, sem gerðu sér myndir af Sisyfosi
og þjáningarbræðrum hans, kunnu ekki að leggja „fagurfræðilegt
mat“ á raunir þeirra: Myndirnar sem sýna refsingu Sisyfosar vísuðu
til ófrávíkjanlegra náttúrulögmála, sem vörðuðu alla jafnt, án tillits
til fagurfræði eða smekks, án tillits til menntunar eða þjóðfélags-
stöðu. Goðsagan er handan allra fagurfræðilegra mælikvarða. Hún
snertir alþekkta grundvallarþætti í tilveru sérhvers manns. Er nafn
verksins, Prelude, (sem merkir aðdragandi eða inngangur) kannski
vísun aftur til þess tíma og þeirrar hugsunar sem ríkti áður en
fagurfræðin og hinn „hlutlausi smekkur“ komu til sögunnar? Með
tilkomu þeirra hugmynda myndaðist ákveðið gap á milli áhorfand-
ans og hinnar beinu og frumlægu sannleiksreynslu listamannsins.