Skírnir - 01.09.2012, Side 238
498
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
Slík aðgreining átti sér stað á 18. öld með tilkomu sérstakrar fræði-
greinar um hið fagra í sjálfu sér, og með tilkomu sýningarstaðarins
og listasafnsins sem samfélagslegs og stofnanalegs vettvangs og
miðils hins fagra; hvort tveggja á grundvelli frjálsrar og huglægrar
sköpunar listamannsins annars vegar, og hins hlutlausa fegurðar-
smekks áhorfandans hins vegar. Enn í dag setur listastofnunin
okkur þennan ramma fagurfræðinnar utan um verk sín, á grund-
velli þess hlutlausa smekks og þeirrar hlutlausu fullnægju sem Kant
taldi mælikvarða hins fagra. Goðsögulegur sannleikur kallar hins
vegar ekki á þessa fagurfræðilegu miðlun sýningarsalarins eða safns-
ins, hann er hluti af og afsprengi sjálfrar náttúrunnar.
Þýski heimspekingurinn Hegel gerði sér grein fyrir hinni djúp-
stæðu merkingu þessara umskipta sem hann tengdi meðal annars
frelsishugsjónum rómantísku stefnunnar í upphafi 19. aldar. Grein-
ing hans á þessum umskiptum á merkilegt erindi einnig inn í okkar
samtíma. Hegel skrifar:
Á okkar tímum hafa listamennirnir tileinkað sér þá þróun í hugsun og
gagnrýni sem hefur átt sér stað meðal nær allra þjóða, einnig okkar Þjóð-
verja, hvað varðar hugsanafrelsi. Þegar þeir hafa heimfært þessa þróun
upp á tiltekin form hinnar rómantísku listar hafa þeir, ef svo mætti segja,
skapað „tabula rasa“ [hreint borð eða óskrifað blað], bæði hvað varðar
efni og form listsköpunar sinnar. Það tilheyrir nú fortíðinni að vera
bundinn einhverju tilteknu inntaki eða einhverjum fyrirfram gefnum
framsetningarmáta er hæfi tilteknu efni. Því er listin orðin að frjálsu afli
sem listamaðurinn getur meðhöndlað einvörðungu á sínum eigin hug-
lægu forsendum hvað varðar inntak eða efni, hvert sem það kann að vera.
Þannig hefur listamaðurinn verið settur ofar tilteknum og viðteknum
formum og formgerðum, þar sem hann er frjáls á eigin forsendum, án til-
lits til innihalds og skilnings á því sem hið heilaga og eilífa stóð áður fyrir
í vitund okkar. Ekkert form og ekkert inntak er lengur í sjálfgefinni
beinni samsemd með innrýminu, með náttúrunni, með ósjálfráðum
innsta kjarna listamannsins. Ekkert efni er honum viðkomandi nema það
stangist kannski á við þá formlegu almennu reglu, að vera fallegt og tækt
til listrænnar meðferðar. Á okkar tímum er ekkert það efni til, sem af
sjálfu sér er hafið yfir þessa afstæðishyggju, og jafnvel þó svo væri þá
væri engin lífsnauðsyn sem kallaði á að listinni bæri að sýna það. (Hegel
1997: 674-675)