Skírnir - 01.09.2012, Side 243
SKÍRNIR
ATLAGA AÐ YFIRBREIÐSLU ...
503
hinum hermetísku fræðum, kvengervingu Melankólíunnar, Herm-
esi í dulargervi englabarnsins, hundinum sem hringar sig, leður-
blökunni, myllusteininum, hinni svörtu sól og sjálfum Athanórum,
turninum sem geymir bræðsluofn gullgerðarlistarinnar þar sem
eldurinn kraumar undir. Þessi efnisatriði (og önnur sem fylla hina
myndrænu frásögn) gegna öll hlutverki grímunnar sem harmleik-
urinn notar til að fela sársaukann og óreiðuna sem undir kraumar,
og eru inntak melankólíunnar og hins díonysíska harmleiks, sam-
kvæmt Nietzsche. Sigurður reynir meðvitað að kasta frá sér öllum
grímum Apollós í þessu verki sínu, til að nálgast hinn díonysíska
kjarna — en hann kemst ekki alla leið — hann er lokaður í búri
fagurfræðinnar sem lokar hann jafnframt frá áhorfandanum og
sjálfum sér í verki sem við getum líka skilið sem atlögu að hinni
apollónsku fagurfræði sem slíkri. Eða eins og Nietzsche segir í
Fæðingu harmleiksins:
Þannig sýnir hin apollónska blekking sitt rétta andlit, það að hún er yfir-
breiðsla sem felur undir yfirborði sínu í gegnum allan harmleikinn hin
raunverulegu díonysísku áhrif. Þau eru engu að síður svo áhrifamikil að
þau þvinga hið apollónska drama út í horn, þar sem það fer að tala af dío-
nysískri visku, þar sem það afneitar sjálfu sér og sinni apollónsku birting-
armynd. Þannig væri í raun hægt að tákngera hin erfiðu samskipti hins
apollónska og díonysíska í harmleiknum í gegnum bræðralag þeirra:
Díonysos talar tungumáli Apollós, en undir lokin talar Apolló tungu
Díonysosar. Þannig væri háleitasta markmiði harmleiksins og listarinnar
náð. (Nietzsche 1997: 145)
Heimildir
Agamben, Giorgio. 1994. L’uomo senza contenuto. Macerata: Quodlibet.
Hegel, G.W.F. 1997. Estetica. [Vorlesungen iiber die Ásthetik, 1835-1838]. N.
Merker og N. Vacarro þýddu á ítölsku. Torino: Einaudi.
Nietzsche, Friedrich. 1997. La nascita della tragedia. [Die Geburt der Tragödie,
1872]. Ritstj. Giorgio Culli. Sossio Giametta þýddi á ítölsku. Milano: Adelphi
Edizioni.