Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 129
Á d r e p u r TMM 2015 · 1 129 meðan slík samræða eða samvinna á sér stað. Aftur á móti er afl athöfn einstak- lings einangrað frá öðrum og beinist oftar en ekki að öðrum. Slíku afli getur einn maður beitt en verður ofbeldi þegar beitt er af fleirum. Harðstjórn er stjórnmál aflsins en þar ræður gagn- kvæmur ótti og tortryggni ríkjum. Ein- kenni harðstjórans er að vera einangr- aður frá þegnum sínum, við slíkar aðstæður er ekkert svigrúm til sameig- inlegra aðgerða eða samræðu milli fólks. Afli er því beitt af einstaklingi en ekki í samstarfi við aðra. Afl notum við til að skylmast, annaðhvort inni í bardaga- hringnum eða þegar við skylmumst með tungumálinu, eða beitum því til að blekkja, til að hártoga og snúa út úr. Stjórnmálamaður sem beitir slíkum baráttuaðferðum leitast við að sigra í staðinn fyrir að auka skilning þess sem hann talar við eða hlustar. Í raun má segja að með þvælunni sé gerð atlaga að umræðunni sem sé ætlað að hindra eða ónýta upplýst skoðanaskipti sem byggð eru á rökum. Orðræðan eða samræðan er grund- vallarþáttur valds í skilningi Arendt, þegar orð og gjörðir fara saman. En þá skiptir líka máli hvernig við tjáum okkur og ræðum saman. Þegar við komum saman og notum tungumálið af heiðarleika, og meinum það sem við segjum, sköpum við skilyrði fyrir því að eitthvað nýtt verði til, jafnvel eitthvað óvænt sem við gátum ekki séð fyrir þegar málin eru hugsuð í einrúmi. Arendt leggur því áherslu á að vald raungerist eingöngu þar sem orð og gerðir fari saman: „þar sem orðin eru ekki notuð til að breiða yfir ásetning heldur til að lýsa upp veruleikann, og þar sem gjörðir eru ekki notaðar til að meiða eða eyðileggja heldur til að stað- festa samskipti milli manna og veita möguleikum brautargengi“.6 Vald í þessum skilningi verður til milli fólks og felur í sér nýja möguleika. Vald merkir hjá henni að ekki sé ráðskast með hugmyndir, tungumálið eða fólk. Íslensk stjórnmál, eins og stjórnmál annars staðar í heiminum, standa frammi fyrir óvenju vandasömum verk- efnum. Þau snúa meðal annars að við- skiptalífinu, umhverfismálum, auðlind- um, öryggi, tækniþróun, samskiptum þjóða og menningarheima. Hvert um sig eru þessi mál ærin verkefni að takast á við og finna lausnir. Við þurfum sárlega á því að halda að fólk eigi ærlegar sam- ræður um þessi efni sem eru til þess fallnar að auka skilning á verkefnunum og ólíkum sjónarhornum. Við þurfum stjórnmál sem valda verkefninu og geta fundið nýja farvegi fyrir vandasöm mál- efni, treysta á umræðuna, á eiginleg skoðanaskipti og heiðarleg samskipti milli fólks. Í staðinn er okkur í auknum mæli boðið upp á stjórnmál, þar sem aflið ræður. Aflið sem annaðhvort knýr hlut- ina áfram án samráðs og samræðu eða snýr uppá veruleikann með hártogunum og endurskilgreiningum á grundvallar- hugtökum tungumálsins. Sumum kann að líða vel við slíkar aðstæður og átök, en staðreyndin er sú að okkur miðar ekkert áfram. Það verður ekkert nýtt til í slíkri umræðu. Við náum hvorki að leysa knýjandi verkefni né að finna hug- myndum nýjan farveg. Þegar stjórnmál sem eru vettvangur til að taka ákvarð- anir um sameiginleg mál lúta afli frem- ur en valdi, í skilningi Arendt, þýðir það í raun að stjórnmálin eru valdalaus – þau valda ekki verkefni sínu. IV. Heiðarleiki í umræðu gerir kröfur um það að við tölum skýrt um málin, grein- um vandamálin og leitum leiða til að skilja þau og leysa. Þvælin umræða skil-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.