Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 23
Drög að kvikmyndahandriti ... ir við undirbúning. Hann biður einn formanninn um vinnu. Svarið er að hvert sæti sé skipað. Hann fer frá einum til annars og fær sama svarið alls staðar: „Þú hefðir átt að nefna þetta fyrir nokkrum vikum.“ Loks kemur hann til Sölku Völku og biður hana um vinnu. Hún spyr hæðnislega um hesta hans og vinkonur. Loks lætur hún hann fá stöðu hálfdrættings í bát sínum. Flotinn leggur úr litlu höfninni. Athyglisvert er að skoða sálarlíf karlmannanna sem þarna hópast á örlitlum stað fjarri siðmenningunni, þar sem engin lög gilda nema hnefarétturinn. Salka Valka er eina konan í hópnum og miðdepill girndar þeirra. Afbrýðisemi þeirra í garð hvers annars. Hún slær hvern þann kaldan sem vogar sér að nálgast hana á ósæmilegan hátt. Hver bátshöfn hefur sína eigin verbúð við ströndina. Sjórinn er alltaf úfinn. Það rignir eða snjóar án afláts. Stundum gefur ekki á sjó vikum saman. Afþreying sjó- mannanna. Hin fræga íslenska glíma. Salka Valka vinnur alla í krók nema Arnold sem hún niðurlægir opinberlega með því að lýsa yfir að hún keppi ekki við hálf- drættinga sína. Bátshöfn Sölku Völku heldur leynifund sem Arnold er líka boðaður á. Honum er ætlað að taka þátt í samsæri um að nauðga henni þar eð sannað þykir að enginn ein- staklingur í hópnum ráði við hana. Árásina á að gera þá um nóttina á ákveðnum tíma. Arnold lætur sem hann sé fús til samvinnu; tekur í höndina á öllum. Um kvöldið gerir brjálaða stórhríð með hörkufrosti. Salka Valka háttar á sínum stað og hinir láta sem þeir geri hið sama. Á ákveðnum tíma rísa mennirnir sjö úr rekkju og ganga í röð að fleti Sölku Völku, sá sterkasti fer fyrir þeim. Stúlkan vaknar við fyrstu snertingu, reynir ósjálfrátt að verjast en þeir hafa hana undir. Arnold hefur haldið sig til hlés en lemur nú tvo árásarmennina í hausinn. Samstundis er hann kominn í hörkuáflog við hina mennina sex. Salka Valka hörfar frá slagsmálunum, stendur til hliðar með hendur á mjöðmum og horfir á áflogin, ströng á svip. Verbúðin leikur á reiðiskjálfi, bjálki brestur og snjórinn þyrlast inn um rifu á veggnum. Tveir mannanna liggja í gólfmu eins og dauðir. Hinir taka til fótanna. Eftir slagsmálin gengur Salka Valka til Arnolds og þakkar honum stillilega fyrir með handabandi. Æstur og jafnvægislaus eftir bardagann lætur hann undan tilfinn- ingum sínum sem hann hefur hingað tii verið of stoltur til að játa, krýpur á kné fyrir framan hana og kyssir hönd hennar. Andartak nötrar hún af ástríðu. Þá kemur henni allt í einu í hug innilegt tilhugalíf móður sinnar. Hún hryllir sig við minninguna og ýtir Arnold frá sér með ofsa. Næstu andartökin standa þau andspænis hvort öðru eins og svarnir óvinir, líkust villtum dýrum sem hyggjast tæta hvort annað í sig. Síðan ræðst hann á hana í dýrslegri vímu. I stutta stund berjast þau af grimmd og ofsa. Það er eitthvað munaðarfullt við þessi áflog - meðan á þeim stendur þrýstir hann ruddalegum kossum á varir hennar. Hún hleypur úr örmum hans út í óveðr- ið. Hann hleypur á eftir henni viti sínu fjær. Brjáluð af skelfingu æðir hún niður í fjöru þar sem hún finnur bátkænu, stekkur um borð, rær af stað og hverfur í ofsa- fengið öldurótið. Nótt. Óveður. Ólgusjór. (Hér nær sagan hámarki.) TMM 2004 • 1 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.