Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 25
Ekki skrifstofumaður í listinni Stefán Jónsson leikari og leikstjóri segirfrá Stefán Jónsson leikari og leikstjóri hlaut Grímuna, íslensku leiklistar- verðlaunin, í fyrsta skipti sem þau voru veitt síðastliðið vor, íyrir le'ik- stjórn sína á Kvetch eftir breska leikskáldið og leikstjórann Steven Berkoff hjá leikhópnum Á senunni. Sýningin hafði áður verið tilnefnd til Menn- ingarverðlauna DV í leiklist. Þetta var fyrsta uppsetning Stefáns á heils kvölds sýningu í atvinnuleikhúsi en áður hafði hann sett upp Björninn eftir Anton Tsjekhov á hádegissýningu í Iðnó og unnið nokkrum sinnum með áhugaleikurum. Kvetch varð geysilega vinsæl sýning enda bæði frumleg og ögrandi. Hún hóf feril sinn í Vesturporti, litla sviðinu í gamla húsinu við Vestur- götuna sem samnefndur leikhópur innréttaði fyrir sig, en fluttist svo á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem hún gekk lengi, jafnvel eftir að skipt hafði verið um leikara í nokkrum meginhlutverkum. Næst setti Stefán upp ljóðleikinn Herjólfur er hættur að elska eftir Sig- trygg Magnason í leiksmiðju Þjóðleikhússins í maí 2003, óvenjulega, áleitna og um margt áhrifaríka sýningu. f haust sem leið var hann svo valinn til að stýra sýningum vetrarins á Nýja sviði Borgarleikhússins og frumsýndi þar Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams um jólin. Sú uppsetning kom á óvart fyrir nýstárlega túlkun á verkinu og þann óhemjukraft sem lýsir úr hverju atriði. Ákvað lífsstarfið þriggja ára Stefán er fæddur í Reykjavík 23. ágúst f964, sonarsonur Haralds Björns- sonar, eins þekktasta og dáðasta leikara sinnar kynslóðar. Hafa margir leikhúsáhugamenn af eldri kynslóð andvarpað af gleði þegar þeir hafa horft á Stefán á sviði og hvíslað með sjálfum sér: „Mikið er hann líkur afa sínum!“ Hvenær datt þér í hug að verða leikari sjálfur? TMM 2004 • 1 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.