Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 26
Stefán Jónsson „Það er ekki í mínu minni en mér skilst að ég hafi haft orð á því þriggja ára,“ segir Stefán. „Þá er einhver þessa heims hugsun að verða til í kollin- um á mér - því börn eru náttúrlega meira í fantasíunni en veruleikanum. Um þetta leyti var afi að deyja - hann dó 1967 og ég man því miður ekki eftir honum, en yfirlýsing mín um að ég ætlaði að verða leikari var áreið- anlega tengd honum. Austurbæjarskólinn var minn skóli og þar steig ég snemma fyrstu skrefin á sviði í jólaleikritum sem samkvæmt hefð voru einkum ævintýraleikir. Árið 1976 var ég valinn til að leika í Karlinum á þakinu í Þjóðleikhúsinu og í kjölfarið fylgdu hlutverk í leikhúsinu og út- varpinu líka. Þá smitaðist ég svo duglega að ekki varð affur snúið. f MR lék ég í Herranótt, svo tók Stúdentaleikhúsið við og götuleikhúsið Svart og sykurlaust þegar sá hópur fór af stað. Eftir stúdentspróf var ég í Frakklandi í eitt ár en útþráin læknaðist ekki við það, og mig langaði í leiklistarnám til Bretlands. Ég sótti um nokkra skóla þar, komst áfram í sumum en virtist ekki ætla að ná alla leið. Þá fór ég heim og var að lokum orðinn úrkula vonar svo að ég sótti um skólann hérna heima líka. Inntökuprófm hér voru reyndar miklu ítarlegri en í skólunum sem ég sótti um úti. En ég komst inn hér - og daginn eftir fékk ég bréf frá London. Ég hafði fengið inni í Guildhall School of Music and Drama. Valið var erfitt. f hópnum sem komst inn hér heima voru miklir vinir mínir, meðal annars úr Herranótt, Stúdentaleikhúsinu og Svörtu og sykur- lausu, Edda Arnljótsdóttir og Hilmar Jónsson. Þarna mættu einnig til leiks Ingvar E. Sigurðsson, Björn Ingi Hilmarsson, Baltasar Kormákur ... Og Harpa Arnardóttir ... „Nei, Harpa komst inn í minn stað - það er eiginlega gjöf mín til mannkynsins!“ segir Stefán sigri hrósandi. „Ég tók sem sagt þá afdrifa- ríku ákvörðun að fara til London.“ Hópurinn sem þú yfirgafst heima var ótrúlega sterkur og hefur gert sig gildandi í leikhúslífinu hér. Heldurðu að það hafi breytt einhverju tilfram- búðar að þú skyldirfara burt? „Það er ómögulegt að segja, en ég trúi því að hlutirnir fari eins og þeir eiga að fara, og ég er sáttur við þessa ákvörðun. Öllum er hollt að hleypa heimdraganum og öðlast víðsýni - kannski er það ekki síst hún sem okk- ur vantar hér á þessu skeri. Það var frábært að kynnast London, ég eign- aðist góða vini og naut þess að vera í háborg leiklistarinnar þessi ár. Að auki fórum við í frábæra mánaðar námsferð til Bandaríkjanna. Námið ytra var þrjú ár og nemendaleikhús með kennslu síðasta árið. Þar fékk ég ágætis hlutverk, meðal annars lék ég aðalhlutverkið í fýrsta verkefni vetrarins, Hermönnum, fínu þýsku stykki eftir J.M.R. Lenz. Auk 24 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.