Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 28
Stefán Jónsson meðan ég var að læra að fara út í leikstjórn. Þetta gerðist bara og ástæð- an var sambland af þörf fyrir meira salt í grautinn og stigmagnandi hungurtilfmning í Þjóðleikhúsinu. Ég hef alltaf mest gaman af að leika í sýningum þar sem skapandi samvinna er milli leikstjóra og leikara - þar sem leikarinn er ekki bara peð á skákborði heldur fær að vera með í sköp- uninni.“ Hvaða leikstjórar hafa verið bestir að þessu leyti? „Ég hef haft mjög gaman af að vinna með Kjartani Ragnarssyni, hann hefur verið mér mikill innblástur, til dæmis í vinnunni við Sjálfstætt fólk og Antígónu. Baltasar Kormákur er líka skemmtilegur leikstjóri að vinna með, hjá honum lék ég í Leitt hún skyldi vera skækja og Hamlet. Viðar Eggertsson er líka glaður á góðum degi. Svo var ég í Krítarhringnum í Kákasus með svissneska leikstjóranum Stefan Metz - ég elska leikhús eins og hann var með, hópleikhús eða ensemble-leikhús eins og Theatre de Complicité sem kom hingað einu sinni á Listahátíð og sem ég hafði fylgst gaumgæfilega með ytra. Ég sá allt sem þau gerðu og var gersamlega berg- numinn. f sýningum eins og þeirra finnst mér kjarni leiklistarinnar skína hvað skærast. í sýningum eins og Krítarhringnum verður vægi hlutverka hvað mest afstætt, maður verður hluti af lífrænum organisma, lifandi list, þar sem allir eru jafnmikilvægir. Þar byggist allt á samvinnunni, traust- inu og fagmennskunni, allt kemur saman.“ Þú fékkst mörg minnisstæð hlutverk í Þjóðleikhúsinu, þó segirðu að þig hafi hungrað? „Ég er þannig að ég helli mér út í hlutina, hef mikla fullkomnunar- áráttu og reyni alltaf að moða úr því sem ég fæ, litlu og stóru. Ég hef held- ur ekki löngun í stór hlutverk bara stærðarinnar vegna heldur fýrst og fremst í áhugaverð hlutverk. En þegar maður fór að finna til sín í leikhús- vinnunni vildi maður auðvitað auknar byrðar á sínar herðar og það gekk ekki eftir þannig að ég væri fullnægður. Þá leitaði ég annarra leiða til að fá útrás og fór að leikstýra í framhaldsskólum. Byrjaði í Flensborgarskól- anum á leikgerð á örleikritunum hans Þorvalds Þorsteinssonar og tók svo Dýrin í Hálsaskógi.“ Þar léstu hið ástsæla barnaleikrit Torbjörns Egners gerast í undirheimum stórborgarinnar og það gekkfurðu vel upp ífrábærri nemendasýningu. „Já, og í vinnunni við þessar sýningar heillaðist ég alveg af hlutverki leikstjórans. Ég veit ekki alveg hvers vegna en þar fann ég kröftum mín- um farveg. Ég fann að ég gat þetta og fannst ég eiga erindi.“ Þó hafðirðu ekki lært leikstjórn sérstaklega? „Nei, en allt mitt nám og öll mín amatörfortíð fram að því hafði búið mig undir þetta starf, og þó fyrst og fremst stóri skólinn, starf mitt í Þjóð- 26 TMM 2004 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.