Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 30
Stefán Jónsson er heldur líta á það fyrst og fremst sem myndskreytingu við texta. Leik- hús er svo miklu miklu meira. Öll element sýningar skipta máli. Ljósin geta verið á við merkingarþrungið eintal og tónlistin getur sagt meira en þúsund orð. Oft er agnúast út í tónlist í leikhúsi og sagt að notkun henn- ar komi niður á textanum, en hjá mér er tónlistin alveg samræmdur og meðvitaður þáttur í sýningum. Ef ég keyri háa tónlist þá er ég ekki að gera lítið úr texta höfundar heldur uppheíja hann með því að keyra upp orku sem ég finn í textanum og nota tónlistina sem leið til þess. Tökum sem dæmi senuna í Sporvagninum þar sem karlarnir eru að spila heima hjá Stellu og Stanley. Þeir tala hátt og tónlistin er hávær af því ég er að ýkja upp þessa karlpungastemningu, og þó að einhver orð eða setningar heyrist ekki þá skiptir það ekki öllu máli á þessum stað, þeir eru bara að kasta einhverjum frösum og skít á milli sín. Við sjáum á körlunum hvað þarna fer fram, við þurfum ekki að heyra það. Svo slekk ég á hávaðanum þegar við flytjum okkur milli herbergja, í svefnherberginu hjá systrunum er allt önnur stemning.“ Drukknaði ekki Var það þín hugmynd að setja upp Sporvagninn Girnd? „Hann var eitt af verkunum sem voru lögð fyrir mig til að velja úr. Og ég valdi hann af því mér fmnst þetta frábært verk. Auðvitað var þetta bíræfíð miðað við hvað ég hafði sett upp áður. Kvetch var ekki langt leik- rit og ekki heldur hin verkin sem ég hafði sett upp. Ég kastaði mér út í djúpu laugina með þessu vali, jafnvel út í sjó! En ég var ekki hræddur um að drukkna, leit frekar svo á að þessi sjór væri Dauðahafið og saltið myndi bera mig uppi, af því verkið er svo gott og ég vissi að ég væri með sterkan hóp. Elía Kazan var bara 38 ára þegar hann setti þetta verk upp á sviði. Það gleymist oft þegar menn eru að kvarta undan æskudýrkun að snillingarnir í gamla daga voru iðulega mjög ungir þegar þeir unnu sín afrek. Marlon Brando var bara 25 ára þegar hann lék Stanley fyrst. Auð- vitað eru reyndir listamenn oft illa nýttir í leikhúsunum en það er ekki alltaf æskudýrkun um að kenna heldur litlum markaði og lélegri starfs- mannapólitík.“ Einhverjir hafa kvartað undan því að ekki neisti nógu vel milli Stanleys og mágkonu hans Blanche í sýningunni þinni og vísa þá til hinnar þekktu bíómyndar Kazans eftir leikritinu. „Ég er barasta ekki sammála þessari gagnrýni. Ég reyndi að draga alla þætti fram í persónunum sem ég sá í verkinu. Mér finnst ég sjá þessa „fatal attraction“ milli Stanleys og Blanche í sýningunni, enda kemur hún fram 28 TMM 2004 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.