Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 39
Ævar Örn Jósepsson
Línudans
„Jonni! Jonni! Jonni! Jonni! Jonni!..
Hvatningarópin dundu á honum, taktfast, án afláts og af sívax-
andi afli einsog öldur í vaxandi stormi þar sem hann sat í djúpum,
leðurklæddum hægindastól með bjórkönnu í annarri hendi og
vindil í hinni og hristi höfuðið af eins miklum krafti og ástand
hans leyfði. Ekki til að neita þessari eindregnu kröfu þeirra fjórtán
manneskja sem stóðu í óreglulegum hálfhring fyrir framan hann
og stöppuðu, klöppuðu og göluðu nafn hans einum rómi, heldur
einfaldlega vegna þess að hann var sauðdrukkinn og barðist við að
ná nægum fókus og samhæfingu til að koma sér uppúr stólnum án
þess að verða sér til skammar. Hann lagði bjórkönnuna á fínlegt
hliðarborðið og vindilinn í þungan kristalsöskubakkann sem var
þar fyrir. Djöfull er þetta ömurlegt partí, hugsaði hann þegar hon-
um loksins tókst að standa skammlaust í fæturna, einsgott að mað-
ur er ekki edrú. Kórinn leystist uppí sundurlaus blístur og einstaka
hjáróma húrrahróp þegar hann lyfti báðum höndum og hneigði
sig eins djúpt og hann þorði. Þau klöppuðu meira og hvíuðu.
„Börnin góð,“ sagði hann þvoglumæltur um leið og hann slag-
aði af stað, þvert yfir parkettlagt gólfið sem glitraði nýbónað í skini
ofvaxinnar kristalsljósakrónunnar, „Börnin góð, nú attla ég að
syngja.“ Eitt allsherjar fagnaðaróp fylgdi í kjölfar þessarar yfír-
lýsingar og síðan tók kórinn upp fyrri iðju.
„Jonni!Jonni!Jonni!Jonni...“
Kræst. Nú varð ekki aftur snúið.
Aldrei, hafði hann hugsað, þegar hann gekk innum dyrnar fimm
tímum fýrr, aldrei skal ég syngja karaókí, ekki þótt líf liggi við. Eigin-
lega hafði hann allsekki viljað mæta. Karaókí og línudans með liði
TMM 2004 • 1
37