Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 41
Línudans
fætur öðru, að það var eiginlega betra þegar liðið söng eitthvað sem
honum fannst ömurlegt hvorteðvar. Hingaðtil hafði hann alltaf
komist hjá því á þessum samkundum og það hefði enginn tekið
eftir því að hann hafði heldur ekki sungið í þetta skiptið nema af-
því að Dísa vakti athygli á því og fékk hin til að klappa hann upp.
Hann hafði verið fljótur að ákveða sig eftir að hún neyddi hann til
að syngja með þessu uppátæki sínu. Hann brosti skakkt. Hún
skyldi fá þetta borgað og það strax. Wyman, Taylor og Richards
plokkuðu strengina, Jonni setti sig í rokkarastellingar. >vÆm fílin só
tærd,“ söng hann og horfði beint á Dísu með illkvittnislegt glott á
vör, „kant önnderstand it...“
X-
Tónlistin undir línudansinum var jafnslæm og úrvalið í karaókí-
draslinu hafði verið gott. En hvernig mátti annað vera, hugsaði
Jonni þegar dansfíflin fjórtán stigu úr og í fókus fyrir framan hann.
Dísa sendi honum morðaugnaráð á milli þess sem hún hló og
brosti framaní dansfélagana til beggja handa. Hliðarsamanhliðar,
hugsaði Jonni. Skál fyrir því. Það voru sjö í hvorri röð, karlar og
konur á víxJ. Konur yst í fremri röðinni, karlar í þeirri aftari. Hann
skildi ekki hversvegna Dísa var svona fúl. Hún hlaut að gera sér
grein fyrir því að það var skárra að hafa hann sitjandi á rassgatinu
en trampandi með hælana þar sem aðrir höfðu tærnar. Hún var í
fremri röðinni, á milli Kalla og Mikka. Jonni gretti sig. Mikki. Yfir-
gúrúinn. Sá eini sem ekki var með konu með sér. Sjö pör og svo
Milcki. Hávaxinn, grannur, silfurhærður en flottur samt og vissi af
því. Keyrði Lexus af stærri gerðinni. Þóttist vera harður nagli, töff-
ari, en var bara sama leiðindafífiið og allir hinir. Jafnvel verri, alltaf
að benda á Jonna og glotta einsog fáviti. Jonni saup á bjórnum og
fékk sér smók á meðan hann reyndi að rifja upp það sem hann vissi
um Milcka. Mikael. Einsog erkiengillinn. Þetta var náunginn fyrir
ofan Kalla og Helgu í Herbalifekeðjunni. Hin voru öll fyrir neðan
þau, þarámeðal þau Dísa. Börnin hans Kalla, einsog hann kallaði
þau stundum. Þá hlýtur þetta fífl að vera afi minn, hugsaði Jonni og
flissaði oní glasið. Dísa sendi honum enn eitt baneitrað augnatillit-
ið. Hann lét sem hann sæi það ekki og hélt áfram að virða fyrir sér
TMM 2004 • 1
39