Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 46
Ævar Örn Jósepsson
„Jú.Ætlaði á klósettið.u Hún hristi höfuðið. „Einsgott að það eru
tvö klósett í húsinu,“ bætti hún við og byrjaði að setja saman
spurningalista í huganum. Fyrsta spurningin lá í augum uppi, og
að minnsta kosti hluti af svarinu líka, en þarsem hún vissi að töl-
fræði var ekki allt setti hún nokkrar í viðbót á bakvið nett eyrað
undir rauðum haddinum.
* * *
Ljósmyndarinn var búinn með sitt og Hundurinn í þann mund að
ljúka sér af þegar Árni vatt sér inná ganginn. Hann rétt náði að
virða fyrir sér líkið áður en Geir velti því af bleikum stalli sínum
með aðstoð sjúkraliðans og rak kjötmælinn á kaf í kviðinn á því.
Hugsuður Rodins hafði reyndar alltaf minnt Árna á mann að
kúka en þetta gerði útslagið, nú yrði hann að losa sig við afsteyp-
una sem bróðir hans hafði gefið honum þegar hann byrjaði í heim-
spekinni. Hann beið þolinmóður á ganginum á meðan Geir
kláraði sig af. Heyrði alltof greinilega þegar kallinn dró það sem var
í raun ekkert annað en stafrænn steikarmælir úr kviðnum með lág-
væru hvissi og þurrkaði af honum með nokkrum blöðum af klósett-
rúllunni áður en hann stakk honum aftur í töskuna.
„Og?“ spurði hann þegar Geir kom fram.
„Ef lofthitinn hefur verið óbreyttur, þá erum við að tala um
einn, einnoghálfan tíma,“ sagði Geir lágt og yppti signum herðum.
„Afhverju datt hann ekki í gólfið?“ Geir dæsti.
„Viltu að ég útskýri það? í smáatriðum?“ Árni hristi höfuðið.
„Nei. Það er nóg að þú segir mér að það sé mögulegt - eða ekki
- að hann hafi hangið svona án utanaðkomandi aðstoðar.“ Geir
yppti öxlum.
„Það er mögulegt. Meiraðsegja líklegt. En hann hefur greinilega
ekki átt von á neinu illu.“
„En honum gæti hafa verið stillt svona upp?“
„Það er líka mögulegt. En ólíklegra.“
„Hversvegna?“
„Vegna þess að rigor er ekki almennilega kominn í gang. Og til
að setja hann í þessa stellingu effirá og láta hann halda henni þyrfti
viðkomandi helst að halda honum svona þangaðtil það gerist.“
44
TMM 2004 • 1