Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 54
Ævar Örn Jósepsson „Ég heyrði hvað Karl sagði,“ sagði hún þurrlega, „og líka hvað hún sagði sjálf. Hún vildi nú ekki kannast við neitt slíkt, heyrðist mér.“ „Nei,“ viðurkenndi Stefán. „Og ekki Kristín heldur. Konan hans Marinós, sem Kari sagði að - að hefði líka fengið sinn skerf af at- hyglinni. En það er ekki þarmeð sagt -“ að hann hafi ekki reynt við þær,“ botnaði Katrín. „Nei.“ „Og við vitum að hann svaf hjá einhverri,a sagði Árni. Katrín og Stefán kinkuðu kolli. Þótt Geir hefði ekki viljað fullyrða neitt án frekari rannsókna sagðist hann tiltölulega viss um að maðurinn hefði haft sáðlát skömmu fyrir dauða sinn, og Hundurinn var búinn að kveða uppúr með það hvers eðlis stærsti bletturinn á svefnpok- anum var. „Ekki það, hann gæti náttúrulega hafa, þú veist, sjálfur, hann gæti -“ Árni seig saman í stólnum. Af einhverjum óskiljanleg- um ástæðum gat hann ekki komið þessu útúr sér fyrir framan Katr- ínu. Það kom ekki að sök, þau vissu bæði hvað hann átti við. „Það er mögulegt,“ sagði Katrín, „en ólíklegt. Það eru fjórar kon- ur í húsinu, ég reikna með því að hann hafi haft einhverja þeirra þarna hjá sér í sófanum einhverja stund. Þessi getur kannski sagt okkur hver það var þegar hann vaknar.“ Þau litu öll á Jónas, sem sýndi þess enn engin merki að hann mundi vakna í bráð. „Og við komumst sjálfsagt að því fyrr eða síðar, þótt það skipti svosem engu höfuðmáli,“ bætti hún við, „því þið hljótið að vita það jafnvel og ég hver gerði þetta helvíti?“ Þeir horfðu hikandi á hana og hún starði vantrúuð á móti. „Kommon,“ sagði hún hneyksluð, „Er eitt- hvað að? Þetta liggur í augum uppi, andskotinn hafi það. Stefán?“ „Tja,“ rumdi risinn vandræðalegur, „jújú, það má náttúrulega segja að það sé langlíklegast að það sé Marinó ekki satt?“ Árni kinkaði kolli effir andartaksumhugsun. „Jú,“ samsinnti hann, „Karl sagði okkur að Mikael hefði verið að djöflast í honum hálft kvöldið og hin - meiraðsegja Marinó sjálfur - staðfestu það. Honum og þessum - þessum dauða þarna í horn- inu. Gera lítið úr þeim um leið og hann kássaðist uppá konurnar þeirra. Það þarf engan smákraft til að reka svona breddu á bólakaf. Er hann ekki einhver handboltahetja þessi Marinó? Nautsterkur andskoti?“ Stefán færðist allur í aukana. „Jú,“ sagði hann ákafur og leit á Katrínu viðurkenningaraugum. „Hann er ekki bara einhver handboltahetja,“ útskýrði hann fyrir 52 TMM 2004 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.