Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 59
LlNUDANS
* * *
„Jonni! Jonni! Jonni!“
„Jájájá, hvað er þetta, ég skal syngja..muldraði Jónas, „ég skal
fökking syngja... “
„Jonni, vaknaðu!“ Jónas opnaði varlega augun. Dísa hallaði sér
yfir hann og það var engin reiði í augnaráðinu. Bara áhyggjur, jafn-
vel ótti. Jónas brosti dauft. Lov is a bitsj, hugsaði hann, en hún rúlar
samt.
„Hæ Dísa,“ drafaði hann, „gaman að sjá þig.“
„Stattu á lappir Jonni, við þurfum að koma okkur heim. Núna.“
Hann horfði vankaður í kringum sig. Stofan var auð og myrkrið
réði enn ríkjum utanvið gluggana.
„Er ekki brönsj?“ spurði hann ringlaður.
„Það er ekkert brönsj,“ sagði Dísa óþolinmóð og togaði í hand-
leggina á honum. „Ekki í þetta skiptið. Stattu upp, Jonni minn,
gerðu það, við verðum að koma okkur heim núna.“
„Ókei,“ sagði hann og geispaði óguriega. Svo leit hann til hliðar.
Kuðlaður svefnpokinn og fatahrúgan í sófanum kölluðu fram
órætt bros á sauðdrukknu andlitinu.
„Veistu hvað ég sá í nótt?“ spurði hann í samsæristón.
„Komdu,“ svaraði Dísa óþolinmóð og togaði enn. Hann stóð á
fætur með erfiðismunum og studdi sig við hana á leiðinni fram-
eftir ganginum.
„Stórvesírinn,“ hvísiaði hann, „silfurrefinn. Erkiengilinn. Móg-
úlinn, meistarann sjáifan. Mikka. Hann var í sófanum. Aiveg við
hliðiná mér. Hélt ábyggilega að ég væri dauður. Og pældíþví, hann
var að ríða -“
„Sshh,“ hvæsti Dísa.
„Djöfull er kalt maður,“ sagði Jonni þegar þau slöguðu úteffir
heimreiðinni. „Hey, akkuru er löggan hérna? Missti ég af ein-
hverju?“
TMM 2004 • 1
57