Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 60
Steinar Bragi
Þrjú ljóð
HELVÍTI
Þegar ég stóð í fyrsta sinn frammi fyrir núverandi kærustu minni,
A., sá ég það í hendingu, á svip hennar, á fasi hennar öllu, að at-
burðurinn hefði verið fyrirfram ákveðinn. Það var nótt, við stóð-
um við útganginn á bar, eftir lokun, á Laugavegi og einhver var í
þann mund að kynna okkur þegar himinninn yfir borginni bloss-
aði í hvítu, varð dimmrauður og skugginn af henni, sem áður hafði
verið á gangstéttinni, skrapp saman í strik og svo punkt sem hvarf
inn í hana. Ég sá hvernig ég hafði, fram að þessu, lifað lífi mínu
skammt aftan við hennar og verið ófær um að nálgast það en á ein-
hverjum tímapunkti - óljósum, og á óljósum stað, hefðum við
ákveðið að hittast á nákvæmlega þessum tíma og stað og ganga,
upp frá því, saman í gegnum helvíti.
Hún rétti fram höndina og sagði eitthvað en ég byrjaði að titra,
þagði og starði í augun á henni og fremst í þeim, í glampanum, sá
ég að hún náði ekki tengingunni, vissi ekki hvernig líf hennar
myndi breytast en innar, í myrkrinu voru útlínur af skörðóttum
fjallgarði, svörtum við rauðan himin og neðst, úr helli, komum við
gangandi, hellirinn fyrir aftan okkur lokaðist og við vorum í hel-
víti.
58
TMM 2004 • 1