Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 64
Þorsteinn Þorsteinsson
Það fer víst ekki á milli mála að bjartsýni er almennt talin mikil dygð.
Ja, ég hef nú alltaf verið bjartsýn(n), segja menn gjarna eftir að þeir hafa
hlotið harðar ágjafir, og þykja menn að meiri. Til eru þó þeir rithöfund-
ar sem hafa farið ómjúkum höndum um bjartsýnina og talið hana hina
verstu sjálfsblekkingu. Meðal þeirra má nefna Voltaire á átjándu öld,
einkum í hinni frægu bók Birtingur eða bjartsýnin sem svo heitir fullu
nafni, og Nietzsche á hinni nítjándu.4 Á tuttugustu öld mætti, með
nokkrum fyrirvara þó, nefna Grikkjann Kazantzakis, en á grafstein hans
eru letruð þessi orð hans sjálfs: Ég óttast ekkert, ég vona ekkert, ég er
frjáls. Annar höfundur frá tuttugustu öld, sem var raunar ótrauður tals-
maður bjartsýni, en efans einnig, og Sigfús hugðist vitna til í einu
bjartsýnisljóðanna, var franski heimspekingurinn Alain.
x-
Bjartsýnisljóðin eru hvert með sínu móti, og tónninn ólíkur. Fyrstu ljóð-
in tvö íjalla um dauðann, um þá náð að vera dauður, mætti segja. í þeim
er glettinn tónn þó undir niðri sé dauðans alvara. Hið fyrra hljóðar svo:
Fyrsta bjartsýnisljóð: um dauðann
Nobis cum semel occidit brevis lux
Nox est perpetua una dormienda.
Catullus
Sá sem er dauður
hann er dauður hvaðan sem á hann stendur veðrið.
Hann er dauður hérnamegin
og dauður þarnamegin
og alveg efunarlaust dauður hinumegin.
Hann er tryggilega dauður,
örugglega, lukkulega
og skeytir ekki hót um Akkilles hinn gríska.
Sá sem er dauður
lætur daga og nætur
- rigningardaga, tunglskinsnætur,
blóðnætur og fardaga -
líða framhjá sér í friði.
Nætur og dagar mega flækjast hvert fyrir öðru,
hringsnúast og svífa,
hrapa, springa, endaveltast, sökkva:
og hann er jafndauður fyrir því.
62
TMM 2004 • 1