Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 66
Þorsteinn Þorsteinsson Og svo framvegis. Ljóð Katúllusar er með öðrum orðum tilbrigði við stefið Carpe diem - að njóta lífsins til hins ítrasta meðan kostur er - en Sigfús snýr línunum uppí lofsöng um það að vera laus við lífið, vera .tryggilega, örugglega, lukkulega dauður' og fá að sofa endalausa nótt. Gæfa hins dauða er mikil: Hann hefur engan Akkillesarhæl, hann er dauður „hvaðan sem á hann stendur veðrið“, „hvaða klámhögg sem hann er sleginn“, „og Áhyggjurnar sigla sinn sjó fyrir honum“. Hann sér þær fyrir sér í líki glæsikvenda þar sem þær „strunsa eins og frillur konunga [... ] eins og ástmeyjar Múhameðs [... ] og hverfa inn í sumarbláan busk- ann“. Hann er alsæll að vera dauður og fögnuðurinn er smitandi: Nætur og dagar mega flækjast hvert fyrir öðru, hringsnúast og svífa, hrapa, springa, endaveltast, sökkva: og hann er jafndauður fyrir því. Ég talaði um að tónninn í fyrstu ljóðunum væri glettinn, en gamanið er þó býsna grátt. Ekki er fjarri lagi að þarna sé kominn „hinn þróttmikli húmor“ sem Sigfús skrifaði árið 1964 að sjaldgæfur væri í íslenskum bókmenntum.7 „Annað bjartsýnisljóð: um dauðann“ ber einkunnarorð eftir Hóras, annað höfuðskáld Rómverja, úr hinu fræga kvæði hans „Minnisvarði“ („Exegi monumentum aere perennius", Carmina III, 30): Non omnis moriar multaque pars mei Vitabit Libitinam. (Aldrei alveg ég dey; eitthvað af sjálfum mér flúið gröfina fær ... )8 Einnig hér notar Sigfús einkunnarorðin í írónískum tilgangi. Kvæði Hórasar er stolt yfirlýsing skálds um að hann hafi skapað sér ódauðleika með skáldskap sínum, að líkindum sú frægasta af því tagi. Ég vitna hér í upphaf kvæðisins í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, aftur að línunum sem Sigfús síterar: Háan varða ég hlóð haldbetri’ en mynd úr eir, hærri’ en hyrning sem rís hreykinn á Keops gröf; hvorki regnskúr né hvasst harðleikið norðanrok brýtur bautastein þann, brákar né leikur grátt; tímans ágengu tönn tekst ekki’ að skerða hann.9 64 TMM 2004 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.