Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 70
Þorsteinn Þorsteinsson
Ó hve himinninn er blár, ó hve hafið er bjart
og augu okkar og íbúðin okkar tandurhrein
og lífið með pabba og mömmu sífellt fegurra og betra.
En hinn göfugi sjáandi, hinn glöggskyggni!
Hver mun minnast hans?
í drögum ljóðsins kemur fram að Sigfús hafði hér í huga tiltekinn ,sjá-
anda‘, það er að segja spænska skáldið García Lorca, og eftirfarandi orð
hans í Skáldi í New York: „Lífið er ekki göfugt, ekki gott, ekki heilagt.11'6
Þannig lýkur fjórða bjartsýnisljóði. í því eru beinar tilvitnanir sem vert
er að líta á.
Hrós á því skilið sá sem segir:
„ég hef ekki ævinlega kjark til að hugsa um morgundaginn",
vegsömum grandvarleik og vizku þess manns!
En engu að síður:
engu að síður kann hann að ganga ótrauður út í morguninn
eftir þvílíka nótt.
Og sá sem hefur skilið sjálfan sig endanlega: „ég vil ekki lifa“,
eða borið fram innstu ósk sína: „ég vildi ég hefði aldrei fæðzt“ -
ekki er einusinni víst að hann hafi í fullu tré við bjartsýnina.
Fyrstu tilvitnuðu orðin eru úr ljóði Éluards „Une personnalité“ í La rose
publique, en það byrjar svo: „Je n’ai pas souvent le courage de penser au
lendemain“. Næsta tilvitnun er almennari en svo að það taki því að reyna
að rekja hana, en sú síðasta, „ég vildi ég hefði aldrei fæðzt“, vísar í ýmsar
áttir. „Bezt er að hafa’ ekki’ í heiminn fæðzt“, kyrjar kórinn í Ödípús í Kól-
ónos eftir Sófókles, og „dauðinn er öllum athvarf gott“.17 Minnið ,að bölva
fæðingardegi sínum' er fornt og kemur víða fýrir í bókmenntum. Fræg
eru orð Hamlets:
The time is out of joint. O curséd spite
That ever I was born to set it right! (Hamlet I.v. 188-89)18
Um hinn vitra Salómon yrkir Brecht í Túskildingsóperunni:
Er verfluchte die Stunde seiner Geburt
und sah, dafi alles eitel war.
68
(Hann formælti sinni fæðingarstund
því hégómi er allt sem eitt.)19
TMM 2004 • 1