Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 74
Þorsteinn Þorsteinsson
Sjötta bjartsýnisljóð
Og skáldskapur,
skáldskapur!
Og speki.
Tölum blátt áfram,
tölum eins og ekkert sé,
tölum spaklega
og settlega.
Og þó með myndugleik
og með öryggi.
Og með rétt vegnum hugtökum.
Fagurlega,
ljúfmannlega.
Lofstafi fornhelga flytjum
rykinu og reyknum.
„í sjötta bjartsýnisljóði er vísað beint til Frontós, rómversks skálds sem var
uppi á annarri öld e.Kr. Hann orti um óskáldleg efni, þ. á m. lofkvæði um
rykið, og um reykinn,“26 segir Sigfús í athugasemd sem því miður hjálpar
okkur tæpast til að skilja afhverju þetta er ,bjartsýnisljóð‘, í þeirri merkingu
orðsins sem við þekkjum úr hinum ljóðunum. Það er ólíkt þeim af fleiri
en einni ástæðu, en einkum þó þeirri að efni þess er hvorki lífið né dauð-
inn né eiginlega bjartsýnin, heldur skáldskapurinn, eða ekki er annað að
sjá. Ljóst er að tónn ljóðsins er írónískur, það skopast að yfirlæti og hátíð-
leika í kringum skáldskap: „Og skáldskapur, / skáldskapur! / Og speki.“
Tvítekningin, upphrópunin og orðið ,speki‘ gefa tóninn. Og niðurlagið er
augljóslega háð: „Lofstafi fornhelga flytjum / rykinu og reyknum.“
Sennilega veitir síðasta setningin hér á undan svar við spurningunni
hversvegna Sigfús valdi ljóðinu stað með bjartsýnisljóðunum. Altént
sýnist mér að eftirfarandi setningar geri það: „Tölum blátt áfram, / tölum
eins og ekkert sé, / tölum spaklega / og settlega. [...] Fagurlega, / ljúf-
mannlega.“ I stystu máli: Ég tel að ljóðið sé andsvar við þeirri gagnrýni
sem bjartsýnisljóðin höfðu hlotið fyrir ,neikvæði‘ sitt, fýrir að tala ekki
nógu ,fagurlega og ljúfmannlega', ekki nógu ,spaklega og settlega1, fyrir að
skáldið skyldi ekki láta ,einsog ekkert væri‘. Andsvar við kröfunni um að
skáldskapur sé sléttur og felldur og meiði engan, sé um rykið og reyk-
inn.27 Kannski má því segja, þegar öllu er á botninn hvolft, að sjötta ljóð-
ið sé bjartsýnisljóð, einsog bjartsýnisljóð ,eiga að vera‘.
72
TMM 2004 • 1