Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 76
Þorsteinn Þorsteinsson önnur í tvo áratugi. Hér væri þá komið íslenskt dæmi um það sem kall- að hefur verið ,innri útlegð‘, fýrirbæri sem var að vísu algengt með and- ófsskáldum í alræðisríkjum, en átti sér ekki aðrar hliðstæður hér á landi svo að mér sé kunnugt.31 Af bjartsýnisljóðunum virðast einkum tvö ljóð, það þriðja („Lífið er / nákvæmlega skoðað ...“) og fjórða („Bjartsýnin vefst nú fyrir mér og þér ...“), endurspegla þennan sambúðarvanda og þá sjálfheldu sem Sigfús var í, hin síður eða ekki. Einsog ég gat um í upphafi virðist fjórða bjartsýnisljóð nokkru yngra en flest hinna, það gæti verið ort 1968-69. Og hér má minnast þess að eftir innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Prag 1968 skrifaði Sigfús ritstjórn- argrein sem fjallaði um þá atburði og átti að koma í hausthefti Tímarits- ins.32 Af því varð þó ekki; í hennar stað kom grein um stúdentahreyfing- una í Evrópu eftir Kristin; en á handrit greinar sinnar skrifaði Sigfús seinna: „Varð ekki birt.“ Varla er tilviljun að uppfrá því hætti hann pólit- ískum skrifum í ritið. Það er ætlun mín að fjórða bjartsýnisljóð, sem er ,pólitískasta‘ ljóðið í flokknum, eigi upptök sín í pólitískum ágreiningi við Kristin E. Andrésson á þessum tíma og feli í sér afdráttarlausa höfn- un á ,bjartsýni‘ hans og sovéttrú: Bjartsýnin vefst nú fyrir mér og þér eins og bögglað roð eins og skorpið og skrælnað roð á síðkvöldum og snemma nætur ... Annars eru samskipti og skoðanaágreiningur þeirra Sigfúsar og Kristins vitaskuld efni sem erfitt er að meta, því fátt er um ótvíræðar heimildir. Hugmyndalegt forræði Kristins kemur þó býsna vel fram bæði í vali út- gáfubóka Máls og menningar og í Tímaritinu á sjöunda áratugnum, og margt af því sem hann skrifar þar um bókmenntir og menningarmál er víðs fjarri skoðunum Sigfúsar. Ég ætla að láta nægja að vitna í tvenn skrif frá þessum tíma. Annarsvegar í bút úr hinni merku grein Kristins „ís- lenzk ljóðagerð 1966“ sem birtist í tveimur heftum TMM 1967, bút sem varpar að mínum dómi ljósi á baksvið bjartsýnisljóðanna (og vel gæti hér einnig verið komin kveikjan að orðunum „... og hældust um verðand- ina“ í ljóði Sigfúsar „Myndsálir“ í Og hugleiða steina): í heildardráttum er þróunin á þessari öld breyting úr kapítalisma í sósíalisma [...] Þeir sem ekki sjá þróunina í þessu ljósi verða blindir á allt annað, líka á það hvernig ljóð skuli yrkja, hugtök þeirra verða á einhvern hátt brengluð, en þó örlagaríkast að þeir geta varla fundið hjá sér hvöt til að breyta veruleikanum, því að þeir eiga þá ekki framtíðarsýn, hugsun þeirra ekki vœngi draumsins, auk þess sem spenna heimssögulegra andstæðna, sjálft inntak tímanna, hverfur úr verkum þeirra. Eða hvernig ætti skáld að geta ort nema sjá sig og heiminn og 74 TMM 2004 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.