Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 79
NEIKVÆÐIÐ I TILVERUNNI OG TÍMUNUM
The City of Reykjavík
Grey vorra hátigna góluðu loðrödduð fræði
geiflaðir hrækjaftar jöpluðu á tuggunni siðferði
sómi skækjunnar þakti sig herskáum þyrnum
þjóðraust drefjanna kyrjaði Guðdómnum lof ...
Fruktandi biðlund skelfur við dyr sinna drottna
dögunin boðar verðlagning nauðar og glæpa
og smánin er aum jafnt og dygðin og eymdin sem drambið.
Og Djöfullinn spandérar enn einum degi á the City.
Formælingar af þessu tagi höfðu varla sést í íslensku ljóði frá því að
Matthías Jochumsson orti sitt fræga „Níðkvæði um ísland“ („Volaða
land .. ,“).38 En ólíkt Matthíasi orti Sigfús enga bragarbót. Að forminu til
er kvæðið hefðbundnast allra kvæða Sigfúsar, ort undir hátignarlegum
bragarhætti einsog sum háðkvæði Steins Steinars (tam. „Samræmt
göngulag fornt“), og minnir jafnvel á hið hrynþunga kvæði „í Árnasafni“
effir Jón prófessor Helgason („Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt
sæti“). Fjórir hnígandi þríliðir og einn tvíliður í línu (víðasthvar), stuðl-
ar, en ekki rím að vísu.
Á einum stað skrifar Sigfús þá athugasemd um skáldin Baudelaire og
Eliot að þeir séu ofncemisskáW9 Mér fmnst það orð hæfa vel Sigfúsi sjálf-
um í ljóðunum frá sjöunda áratugnum. Ljóðin „Vorið“, „The City of
Reykjavík“, „Að komast burt“, „Nýtt líf‘ og „Þriðja bjartsýnisljóð: um líf-
ið“ eru kannski skýrasti votturinn um slíkt ,ofnæmi‘ fyrir umhverfi og
tíðaranda. Það orð er að minnstakosti mun nær sanni að mínum dómi
en lepparnir ,hatur, mannfyrirlitning, nöldur, geðvonska‘ sem sést hafa.
Skáldskapur af þessu tagi er nánast einstæður á íslensku. Hann lýsir af
ástríðufullu miskunnarleysi og mikilli orðlist lífi sem er ekki þess virði að
lifa því. Þetta eru mikilvæg kvæði og mörgum dýrmæt en þau eru ekki
líkleg til almennra vinsælda, því einsog Brecht vissi: „Nur der Gluckliche
ist beliebt“, „aðeins gæfumaður er vinsæll“.40
Ljóðin sem hlutu heitið bjartsýnisljóð eru einna ljósustu dæmin um
gagngera breytingu sem varð á heimsmynd Sigfúsar Daðasonar og inn-
taki skáldskapar hans á sjöunda áratugnum, umfangsmesta greinargerð
hans fyrir nýrri lífssýn, þó sum ljóð önnur í miðbókum hans sýni einstök
atriði hennar betur. Afar fróðlegt er einnig í þessu sambandi að bera sam-
an stefm ,von‘ og ,vor‘ í Höndum og orðum og Fám einum Ijóðum. Um
1970 fara svo að koma til sögunnar ljóð af öðru tagi, Ijóð einsog „La
Gioia“ og „Hlátur“, eða „Og sá hinn dimmleiti hugur“ og „Galdur“. Eitt
þeirra hljóðar svo:
TMM 2004 • 1
77