Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 82
Þorsteinn Þorsteinsson Fjórða og fimmta ljóð eru hinsvegar af eilítið öðru tagi. Þau eru í rík- ara mæli það sem á erlendum málum er kallað diskúrsífur texti, orðræða, texti sem ræðir málefni. Þetta gera þau reyndar með aðferðum ljóðsins. Mælskulist kemur vissulega við sögu í þeim, en aðaleinkenni þeirra er að þau byggjast á hugsun og rökleiðslu, á hugmyndum sem reifaðar eru og ræddar (orð einsog alltént, þó, því að í línunum hér fyrir neðan eru eins- konar ,liðamót‘ hugsunarinnar): Bjartsýnin vefst nú fyrir mér og þér eins og bögglað roð ... Alltjent megum við vita: að bjartsýnisafglaparnir eru vorkunnar verðir, og þó afglapar séu fá þeir sjálfir að súpa seyðið af óvizku sinni ... Því að bjartsýnin er ávani, óvani, veiklun, freisting, stríðir á móti skynseminni, lífeðlisfræðinni, sögunni ... Þeir sem börðust um í sjálfheldunni þeir sem lögðu dauða sinn jafnan lífi sínu og storkuðu sigurkrýndir eilífu lögmáli tregðunnar: höfðu þeir annað erindi en blekkja sjálfa sig þeir armingjar? Kvæði af þessu tagi eru ekki algeng í nútímaskáldskap. Þó var eitt skáld á fyrrihluta síðustu aldar sem orti slík ljóð af kappi og með góðum árangri. Sá var Bertolt Brecht og eitt þeirra, „Lofgjörð um efann“, þýddi Sigfús og birti 1963, um svipað leyti og hann tók að líkindum að yrkja bjartsýnis- ljóðin. Með ýmsum afar merkum undantekningum hefur hið lýríska smáljóð verið helsta birtingarform nútímaskáldskapar, einnig þeirra skálda sem tekið hafa pólitíska afstöðu í ljóði. Þetta gildir einnig hér á landi, og ágæt dæmi um slík ljóð, ort af ákveðnu, einstöku tilefni, eru „Ljós tendruð og slökkt í Guatemala“ eftir Jón Óskar, „Síðdegi" eftir Stef- án Hörð Grímsson (um Víetnamstríðið) eða „Haustljóð á vori“ eftir Ein- ar Braga (ort í tilefni af komu Bandaríkjahers 1951). Bjartsýnisljóðin eru annarrar tegundar. Því veldur ekki síst sá metnað- ur skáldsins að takast á við samtíma sinn heimspekilega, skoða hann í heimssögulegu ljósi og samhengi ef svo mætti segja. Þau eru ekki lýrísk, inntak þeirra er vitsmunalegt - leikur hugmynda - enda eru þau að veru- legu leyti satíra, sem er afar ólík lýrík og var af sumum nýrýnum varla talin til ljóða.43 „ [T] he dance of the intellect among words“ kallaði Ezra Pound þá teg- und ljóða þar sem áhersla er ekki einkum á hljóm málsins, eða myndir, heldur á orðlistina sjálfa og þá merkingu, beina og óbeina, sem orðin flytja.44 Ég veit ekki betri lýsingu á ljóðum af tagi bjartsýnisljóðanna. í 80 TMM 2004 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.